Flýtilyklar
Fréttir
Innlend mannréttindastofnun í augsýn
08.09.2022
Sameinuðu þjóðirnar (Sþ) gera þá kröfu að öll aðildarríki þeirra setji upp sjálfstæða, innlenda mannréttindastofnun sem starfi samkvæmt Parísarviðmiðum Sþ um starfsemi slíkra stofnana. Parísarviðmiðin gera ráð fyrir opinberum mannréttindastofnunum á fjárlögum ríkisins. Sjálfstæði stofnananna á að vera tryggt með lögum er kveða á um fjárhag, skipurit, ráðningu starfsfólks ofl.
Lesa meira
Opnir samráðsfundir um mannréttindi
18.08.2022
Vakin er athygli á fundaröð forsætisráðherra um stöðu mannréttinda. Um er að ræða opna samráðsfundi um landið þar sem fjallað verður um stöðu mannréttinda, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara. Öll eru velkomin en þátttakendur eru beðnir að skrá sig á www.stjornarradid.is/mannrettindafundur.
Fundaröðin er liður í vinnu við Grænbók um mannréttindi en mikil áhersla er lögð á víðtækt samráð í ferlinu. Við vonumst því til þess að sem flest ykkar getið mætt á fundinn og tekið þátt í umræðunni með okkur. Þá þætti okkur vænt um ef þið gætuð komið þessu áleiðis til aðildarfélaga ykkar.
Lesa meira
Samstarfsverkefni MRSÍ og ELIAMEP
20.06.2022
Verkefnið snýr að hvernig skuli m.a. virkja sjálfboðaliða frjálsra félagasamtaka.
Lesa meira
Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna og erlendar konur á Íslandi.
16.06.2022
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og
Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á
grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum
(Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja
fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans.
Lesa meira
Skuggaskýrsla vegna framkvæmdar Íslands á Kvennasáttmálanum
13.06.2022
Mannréttindaskrifstofa Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Öfgar, UN Women á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands hafa skilað inn sameiginlegri skuggaskýrslu til nefndar sem starfar á grundvelli samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Kvennasáttmálans). Nefndin undirbýr nú fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins munu sitja fyrir svörum um framkvæmd Kvennasáttmálans.
Lesa meira
Umsögn MRSÍ um breytingu á almennum hegningarlögum
15.03.2022
Efni: Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 (barnaníðsefni, hatursorðræða, mismunun o.fl.), þskj. 558, 389. mál.
Lesa meira
Umsögn MRSÍ um breytingu á lögum um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu)
09.03.2022
Efni: Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), þskj. 71, 71. mál.
Lesa meira
MRSÍ fordæmir aðgerðir Rússa og tekur undir yfirlýsingu AHRI
02.03.2022
MRSÍ fordæmir aðgerðir Rússa og tekur undir yfirlýsingu AHRI en skrifstofan er aðili að AHRI, samtökum Evrópskra mannréttindaskrifstofa.
Lesa meira