Opnir samráðsfundir um mannréttindi

Vakin er athygli á fundaröð forsætisráðherra um stöðu mannréttinda. Um er að ræða opna samráðsfundi um landið þar sem fjallað verður um stöðu mannréttinda, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara. Öll eru velkomin en þátttakendur eru beðnir að skrá sig á www.stjornarradid.is/mannrettindafundur.

Fundaröðin er liður í vinnu við Grænbók um mannréttindi en mikil áhersla er lögð á víðtækt samráð í ferlinu. Við vonumst því til þess að sem flest ykkar getið mætt á fundinn og tekið þátt í umræðunni með okkur. Þá þætti okkur vænt um ef þið gætuð komið þessu áleiðis til aðildarfélaga ykkar.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16