Flýtilyklar
Opnir samráðsfundir um mannréttindi
Vakin er athygli á fundaröð forsætisráðherra um stöðu mannréttinda. Um er að ræða opna samráðsfundi um landið þar sem fjallað verður um stöðu mannréttinda, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara. Öll eru velkomin en þátttakendur eru beðnir að skrá sig á www.stjornarradid.is/mannrettindafundur.
Fundaröðin er liður í vinnu við Grænbók um mannréttindi en mikil áhersla er lögð á víðtækt samráð í ferlinu. Við vonumst því til þess að sem flest ykkar getið mætt á fundinn og tekið þátt í umræðunni með okkur. Þá þætti okkur vænt um ef þið gætuð komið þessu áleiðis til aðildarfélaga ykkar.