MRSÍ endurnýjar samning við utanríkisráðuneytið

MRSÍ endurnýjar samning við utanríkisráðuneytið
Þórdís Kolbrún og Margrét Pétursdóttir

Þann 29. apríl sl. undirrituðu Mannréttindaskrifstofa Íslands og utanríkisráðuneytið endurnýjun á samstarfssamningi en er samningurinn sá sjötti sem ráðuneytið gerir við skrifstofuna og kveður á um samtals tólf milljón króna framlag á samningstímabilinu 2022-2024.

Mannréttindaskrifstofan hefur átt farsælt samstarf við ráðuneytið á sviði alþjóðlegra mannréttinda. Í samningnum sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, og Margrét Pétursdóttir, formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands, undirrituðu er meðal annars kveðið á um samráð og samvinnu ráðuneytisins og skrifstofunnar, umfjöllun hennar um þátttöku og aðkomu Íslands að alþjóðlegu mannréttindastarfi og stuðning íslenskra stjórnvalda við innlenda starfsemi sem leggur til grundvallar Parísarviðmið Sameinuðu þjóðanna um mannréttindastofnanir.

 


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16