Flýtilyklar
MRSÍ endurnýjar samning við utanríkisráðuneytið
Þann 29. apríl sl. undirrituðu Mannréttindaskrifstofa Íslands og utanríkisráðuneytið endurnýjun á samstarfssamningi en er samningurinn sá sjötti sem ráðuneytið gerir við skrifstofuna og kveður á um samtals tólf milljón króna framlag á samningstímabilinu 2022-2024.
Mannréttindaskrifstofan hefur átt farsælt samstarf við ráðuneytið á sviði alþjóðlegra mannréttinda. Í samningnum sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, og Margrét Pétursdóttir, formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands, undirrituðu er meðal annars kveðið á um samráð og samvinnu ráðuneytisins og skrifstofunnar, umfjöllun hennar um þátttöku og aðkomu Íslands að alþjóðlegu mannréttindastarfi og stuðning íslenskra stjórnvalda við innlenda starfsemi sem leggur til grundvallar Parísarviðmið Sameinuðu þjóðanna um mannréttindastofnanir.