Fréttir

Málþing samráðsvettvangs trúfélaga - "Trú, skoðunarfrelsi og mannréttindi"

Undanfarin ár hefur töluverð umræða verið um árekstra milli trúarhefða og mannréttinda. Ágreiningsefnin varða m.a. kvenréttindi, málefni samkynhneigðra, vígsluathafnir fyrir börn, menntun og tjáningarfrelsi. Markmiðið með málþinginu er að draga fram helstu árekstrana og vega þá og meta út frá lögfræðilegum, heimspekilegum og trúarbragðafræðilegum sjónarhóli.
Lesa meira

Málþing um margbreytileika samfélagsins

Fimmtudaginn 20. febrúar n.k. kl. 13 - 15.30 munu Mannréttindaskrifstofa Íslands, Jafnréttisstofa og Fjölmenningarsetur, styrkt af Progress áætlun Evrópusambandsins, standa fyrir málþingi um uppruna og mismunun. Kynntar verða niðurstöður rannsóknar Jafnréttisstofu um mismunun á vinnumarkaði og rannsóknar Fjölmennignarseturs um Uppruna og fjölþætta mismunun.
Lesa meira

Samstarf við félagasamtök í Búlgaríu

Íslensk félagasamtök sem áhuga hafa á að vinna með búlgörskum samtökum geta sótt um styrki fyrir samstarfsverkefni, en umsóknarfrestur rennur út 14. febrúar nk.
Lesa meira

Málþing um margbreytileika samfélagsins

Dagskrá
Fimmtudaginn 30. janúar kl. 12.00-13.00 munu Mannréttindaskrifstofa Íslands, Jafnréttisstofa og Fjölmenningarsetur, styrkt af Progress áætlun Evrópusambandsins, standa fyrir málþingi um margbreytileika samfélagsins.
Lesa meira

Auglýsingaherferð mannréttindaskrifstofu gegn mismunun

Auglýsingaherferð mannréttindaskrifstofu gegn mismunun
Þessa dagana stendur yfir auglýsingaherferð skrifstofunnar gegn mismunun. Í ár bættum við við svokölluðum vefborðum sem eru auglýsingar sem að birtast á netmiðlum ásamt því að vera með auglýsingar í útvarpi.
Lesa meira

Málþing um margbreytileika fjölskyldugerða 17. janúar

Velferðarvaktin stendur fyrir málþingi 17. janúar næstkomandi um margbreytileika fjölskyldugerða þar sem meðal annars verður rætt hvernig börn við ólíkar aðstæður skilgreina fjölskyldur sínar og hvort opinber fjölskyldustefna taki mið af fjölbreytilegum fjölskylduformum. Skráning á málþingið fer fram á vef velferðarráðuneytisins.
Lesa meira

Framlag íslenskra kvenna og stjórnvalda til friðaruppbyggingar á stríðsátakasvæðum

Framlag íslenskra kvenna og stjórnvalda til friðaruppbyggingar á stríðsátakasvæðum
Mannréttindaskrifstofa í samstarfi við Utanríkisráð, Jafnréttisstofu, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Rauða kross Íslands stóð fyrir málþingi sem lokaþátt 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi 2013. Yfirskrift málþingsins var Framlag íslenskra kvenna og stjórnvalda til friðaruppbyggingar á stríðsátakasvæðum. Fundarstýra var Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.
Lesa meira

Ráðstefnur gegn hatursorðræðu

Ekkert hatur
Í byrjun nóvember 2013 tók fulltrúi MRSÍ þátt í þremur ráðstefnum sem allar fjölluðu um hatursræðu, bæði á netinu og utan þess, og hvernig hægt er að stemma stigu við henni.
Lesa meira

Endurnýjun samnings um lögfræðiráðgjöf við innflytjendur

Velferðarráðuneytið hefur endurnýjað samning við Mannréttindaskrifstofu Íslands um að annast lögfræðiráðgjöf við innflytjendur þeim að kostnaðarlausu. Mannréttindaskrifstofan hefur sinnt slíkri þjónustu síðastliðin tvö ár og er samningurinn endurnýjaður í ljósi góðrar reynslu af verkefninu.
Lesa meira

Upphafsráðstefna þróunarsjóðs EFTA í Grikklandi í janúar 2014

Samtök frá Íslandi, Noregi og Liechtenstein geta sótt um styrk til að sækja upphafsráðstefnu og tengslafund í Aþenu þann 22. janúar 2014. Bodossaki stofnunin sér um skipulag þróunarsjóðsins í Grikklandi, þema þeirra er; „Við erum öll borgarar“ (We are all Citizens). Styrkupphæðin fyrir frjáls félagasamtök í Grikklandi nemur um 6,34 milljónum evra.
Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16