Flýtilyklar
Framlag íslenskra kvenna og stjórnvalda til friðaruppbyggingar á stríðsátakasvæðum
Mannréttindaskrifstofa í samstarfi við Utanríkisráð, Jafnréttisstofu, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Rauða kross Íslands stóð fyrir málþingi sem lokaþátt 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi 2013. Yfirskrift málþingsins var Framlag íslenskra kvenna og stjórnvalda til friðaruppbyggingar á stríðsátakasvæðum. Fundarstýra var Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra setti málþingið og á mælendaskrá voru
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstýra UN Women í Evrópu og mið-Asíu og fyrrum fulltrúi UN Women í Afganistan, Hermann Ingólfssonsviðsstjóri alþjóða– og öryggissviðs utanríkisráðuneytis, Steinunn Björk Bjarkard. Pieper verkefnastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands og fyrrum jafnréttisfulltrúi ISAF (NATO) í Afganistan,Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrum ráðgjafi UN Women um konur, frið og öryggi í Bosníu og Kosovó, og loks Helga Þórólfsdóttir friðar- og átakasérfræðingur ogf yrrum sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins
Flestir mælenda töluðu út frá reynslu sinni af því að vinna á stríðsátakasvæðum og nauðsyn þess að konur taki þátt í friðarumleitunum, enda eru þær ekki bara fórnarlömb stríðs heldur hafa jafn mikið til málanna að leggja um uppbyggingu og framtíð landa sinna og aðrir, td karlmenn. Einnig voru ræddar skuldbindingar Íslands við janfréttismál, einkum í tengslum við ályktun öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna 1325 sem fjallar um Konur, frið og öryggi.
Eftir að mælendur höfðu lokið sínum erindum tóku við stuttar umræður en málþingsgestir höfðu td áhuga á að vita um hagnýt atriði eins og hvernig eigi að forgangsraða vinnu við jafnréttismál á stríðssvæðum, og hvort sú vinna beri árangur og hvernig þá.
Hér má hlusta á viðtal úr Speglinum við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem tekið var í lok málþings (mín. 17.40)