Ráðstefnur gegn hatursorðræðu

Ráðstefnur gegn hatursorðræðu
Ekkert hatur
Í byrjun nóvember 2013 tók fulltrúi MRSÍ þátt í þremur ráðstefnum sem allar fjölluðu um hatursræðu, bæði á netinu og utan þess, og hvernig hægt er  að stemma stigu við henni.


Fyrsta ráðstefnan var haldin á vegum ungmennaráðs Evrópuráðsins dagana 6.-10. nóvember í Strasbourg í Frakklandi. Þar komu saman 160 manns hvaðanæva að úr Evrópu, og Mexíkó, hittust til að ræða verkefni Evrópuráðsins sem ber heitið Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrð. Þar hittust þátttakendur til að læra af og deila reynslu sinni af verkefninu með öðrum.

No Hate Speech Movement, eins og verkefnið heitir á ensku, stendur fyrir jafnrétti, virðingu, mannréttindum og fjölbreytileika og er til þess gert að sporna gegn hatursáróðri, kynþáttafordómum og mismunun á netinu. Mannréttindaskrifstofa er fulltrúi í Landsnefnd átaksins, ásamt Heimili og Skóla, SAFT, Æskulýðsvettvanginum, Samfés og LÆF sem skipuð var af Menntamálaráðuneytinu.

Hér má lesa meira um verkefni Evrópuráðsins og myndir má sjá Facebook-síðu íslenska verkefnisins.

 

Önnur ráðstefnan var haldin dagana 12.-13. nóvember í Vilnius í Litháen á vegum stofnunar Evrópusambandsins um grundvallarréttindi (European Union Agency for Fundamental Rights (FRA)). Á hverju ári stendur stofnunin fyrir ráðstefnu um grundarvallarréttindi og á þeirri síðustu var ákveðið að bjóða 400 þátttakendum úr röðum ma sérfræðinga og stjórnmálafólks til að ræða hatursglæpi og skuldbindingar ESB varðandi bann við mismunun. Rætt var hvernig innlendar og alþjóðastofnanir geta stutt við frjáls félagasamtök sem veita þolendum hatursglæpra aðstoð. Einnig var bryddað upp á því nýnæmi að bjóða fólki sem upplifað hefur hatursglæpi að segja frá reynslum sínum, og gefa þeim þar með sterkari og raunverulegri röddu.

Hér má lesa nánar um ráðstefnuna.

Á síðu FRA má einnig finna rannsókn um ofbeldi gegn samkynhneigðum, tvíkynhneigðum, trans-fólki og gyðingum en staðreyndirnar eru sláandi.

Þriðja og loka ráðstefnan var einnig í Vilnius en hún var haldin af Þróunarsjóði EFTA og Human Rights Monitoring Institute í Litháen, í kjölfar ráðstefnu Evrópusambandsins. Á fundinum voru rædd mál er varðar hlutverk Þróunarsjóðsins, og áfram var rætt um hvernig best væri hægt að sporna við hatursræðu og hvert hlutverk hins almenna borgara ætti að vera á þeim vettvangi.

Meira um ráðstefnuna hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16