Upphafsráðstefna þróunarsjóðs EFTA í Grikklandi í janúar 2014

Samtök frá Íslandi, Noregi og Liechtenstein geta sótt um styrk til að sækja upphafsráðstefnu og tengslafund í Aþenu þann 22. janúar 2014.

Bodossaki stofnunin sér um skipulag þróunarsjóðsins í Grikklandi, þema þeirra er; „Við erum öll borgarar“ (We are all Citizens). Styrkupphæðin fyrir frjáls félagasamtök í Grikklandi nemur um 6,34 milljónum evra.

Markmið sjóðsins er að styðja við borgaralegt samfélag og bæta framlög frjálsra félagasamtaka til réttlætis, lýðræðis og sjálfbærar þróunar.

Helstu markmið með áætluninni „Við erum öll borgarar“ eru;

1.       efling lýðræðislegra gilda, þ.á.m. mannréttinda (democratic values, including human rights, promoted)

2.       fjölgun á úrræðum í velferðar- og grunnþjónustu til markhópa (provision of welfare and basic services do defined target groups increased).

3.       Efling á starfsemi og stöðu frjálsra félagasamtaka (strengthened capacity of NGO‘s and an enabling environment for the sector promoted)

4.       Þróun á eftirlits- og baráttuhlutverkum (Advocacy and watchdog role developed)

Bodossaki stofnunin hefur þegar opnað fyrir fyrstu umsóknir sem lúta að samstarfsverkefnum frjálsra félagasamtaka í Grikklandi og aðila í styrkveitenda ríkjunum (Noregi, Íslandi og Liechtenstein).

 

Dagsetningar og dagskrá:

Upphafsráðstefnan mun vera 22. janúar 2014 í Akrópólis safninu í Aþenu.

Fyrri daginn munu vera fyrirlestra um verkefni og vinnustofur fyrir samstarfsverkefni; fyrirlestur, umræður og tími fyrir óformlegar tengslamyndunar umræður.

Síðari daginn mun dagskráin ráðast af fjölda þátttakenda; aðilum mun gefast kostur á að spjalla saman tveir eða fleiri og mögulega verður þematengd pallborðsumræða.

 

Hvernig á að sækja um?

Sækja þarf um svokallað „seed money“ (measure A), sem er styrkur til ferðalaga og tengslamyndunar. Skrá sig á ráðstefnuna, skráningarform ætti að vera tilbúið í kringum 20. desember.

Upphafsfundurinn er opinn öllum aðilum en aðeins verða veittir styrkir til aðila sem að vinna að málefnum í tengslum við þróun á „eftirlits- og baráttuhlutverkum“ og „fjölgunar á úrræðum í velferðar- og grunnþjónustu til markhópa“  munu geta fengið styrk fyrir ferðakostnaði að þessu sinni.

Staðið verður fyrir samskonar fundi fyrir verkefni tengd liðum 1 og 3 hér að ofan, seinna árið 2014.

Umsóknir eru metnar á grundvelli fyrstur kemur fyrstur fær og ætti að taka um fimm virka daga að yfirfara þær.

Frekari upplýsingar um þessa umsóknarlotu hér.

 

Hagnýtar upplýsingar:

Umsækjendur þurfa sjálfir að bóka flug og gistingu. Hægt verður að nálgast upplýsingar um ferðir til og frá flugvelli og ráðstefnu stað í upplýsinga „kitti“ á þessari síðu eða sem verður sent á umsækjendur.

Skráningarform verður aðgengilegt fljótlega.

Fyrir frekari upplýsingar sendið tölvupóst á fulltrúa Bodossaki stofnunar vegna samstarfsverkefna Artemis 

English version here. 


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16