Málþing um margbreytileika fjölskyldugerða 17. janúar

Velferðarvaktin stendur fyrir málþingi 17. janúar næstkomandi um margbreytileika fjölskyldugerða þar sem meðal annars verður rætt hvernig börn við ólíkar aðstæður skilgreina fjölskyldur sínar og hvort opinber fjölskyldustefna taki mið af fjölbreytilegum fjölskylduformum. Skráning á málþingið fer fram á vef velferðarráðuneytisins.

Smellið hér til að sjá dagskrá og upplýsingar um skráningu.
Velferðarvaktin heldur málþingið í samstarfi við velferðarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Heimili og skóla, Kennarasamband Íslands og Félags stjúpfjölskyldna.

Því hefur verið haldið fram um langt árabil að fjölskyldan sé hornsteinn samfélagsins, þar stígi börnin sín fyrstu spor og þar sé grunnur lagður að framtíð þeirra. Í ljósi þessa þykir velferðarvaktinni tímabært að spyrja hvort samfélagið taki í raun mið af þeim margbreytileika sem birtist þegar fjallað er um ólíkar fjölskyldugerðir.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, flytur ávarp í upphafi málþingsins og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra flytur ræðu við þinglok.

Staður og stund
Málþingið verður haldið í húsi menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð og stendur frá kl. 12.30 til 16.10. Aðgangseyrir er 1.800 kr. og er tekið við reiðufé og greiðslum með greiðslukorti.

Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 22. janúar


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16