Flýtilyklar
149. löggjafarþing 2018 - 2019
Umsögn MRSÍ um tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi
25.02.2019
Mannréttindaskrifstofa Íslands styður ofangreinda þingsályktunartillögu heilshugar. Eins og staðan er í dag á margt fólk af erlendum uppruna erfitt uppdráttar í þjóðfélaginu. Þar kemur margt til, m.a. vanþekking á lögum og reglum, réttindum og skyldum, sem og að samfélagið hefur ekki að fullu viðhaft þær ráðstafanir sem þarf til að tryggja innflytjendum jafnræði á við aðra íbúa þess.
Lesa meira
Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á stjórnsýslulögum (tjáningarfrelsi og þagnarskylda)
25.02.2019
Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist ofangreint frumvarp til umsagnar en þar eru lagðar til breytingar á stjórnsýslulögum í þeim tilgangi að kveða á með skýrari hætti um til hvaða upplýsinga þagnarskylda opinberra starfsmanna taki. Í frumvarpinu segir að flóknar og óljósar þagnarskyldureglur geti gert opinberum starfsmönnum erfitt um vik að nýta tjáningarfrelsi sitt og séu skýrar þagnarskyldureglur því mikilvæg forsenda tjáningarfrelsis.
Lesa meira
Umsögn MRSÍ um breytingu á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili
28.11.2018
Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) styður frumvarp þetta og tekur undir þau sjónarmið er fram koma í greinargerð
Lesa meira
Umsögn MRSÍ um breytingu á lögum um réttindni og skyldur starfsmanna ríkisins
27.11.2018
Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) styður frumvarp þetta og tekur undir þau sjónarmið er fram koma í greinargerð
Lesa meira
Umsögn MRSÍ um breytingu á lögum um umboðsmann Alþingis (OPCAT-eftirlit)
19.11.2018
MRSÍ fagnar frumvarpinu enda er löngu orðið tímabært að að tekið verði upp eftirlit í samræmi við valfrjálsu bókunina við samning S.þ. gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.
Lesa meira
Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga til að heimila skáningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum
30.10.2018
Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist framangreint frumvarp til umsagnar. Af því tilefni bendir skrifstofan á að samkvæmt 7. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sem lögfestur var með lögum nr. 19/2013, á barn rétt til að þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra og er því mikilvægt að þess sé gætt að barn sé sem mestum samvistum við báða foreldra að því gefnu að það sé barninu fyrir bestu.
Lesa meira
Umsögn MRSÍ um tillögu til þingályktunar um aðgerðaátælun til að styrkja stöðu barna og ungmenna
25.10.2018
Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist ofangreind þingsályktunartillaga til umsagnar um aðgerðaáætlun fyrir árin 2019–2022 til að styrkja stöðu barna og ungmenna og fjölskyldna þeirra hér á landi.
Lesa meira
Umsögn MRSÍ um tillögu til þingsályktunar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda
25.10.2018
Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist ofangreind þingsályktunartillaga til umsagnar um stofnun ráðgjafarstofu innflytjenda.
Lesa meira
Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um umboðsmann barna (hlutverk umboðsmanns barna, ráðgjafarhópur barna og barnaþing)
25.10.2018
Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 83/1994, um umboðsmann barna.
Lesa meira