Umsögn MRSÍ um tillögu til þingályktunar um aðgerðaátælun til að styrkja stöðu barna og ungmenna

Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist ofangreind þingsályktunartillaga til umsagnar um aðgerðaáætlun fyrir árin 2019–2022 til að styrkja stöðu barna og ungmenna og fjölskyldna þeirra hér á landi.  Í tillögunni er mælt fyrir um ýmsar aðgerðir til að styrkja stöðu barna og ungmenna, m.a. að þriðja valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins verði lögfest hér á landi á árinu 2019, að skipaður verði samráðshópur fulltrúa ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga til að yfirfara tilmæli alþjóðlegra nefnda varðandi málefni barna sem og skýrslur umboðsmanns barna og koma með tillögur um með hvaða hætti megi bregðast við til að treysta stöðu barna og styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu.  Þá er og mælt fyrir um almennar forvarnaraðgerðir, aðgerðir til að bæta stöðu barnafjölskyldna, aðgerðir í þágu barna innflytjenda, aðgerðir er vernda börn og ungmenni gegn heimilisofbeldi og kynferðisbrotum, aðgerðir til að styðja langveik börn o.fl. 

Umsögnina í heild má lesa hér


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16