Flýtilyklar
Fréttir
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (bann við afneitun helfararinnar), þskj. 772, 453. mál.
25.03.2021
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (bann við afneitun helfararinnar), þskj. 772, 453. mál.
Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) hefur fengið framangreint frumvarp til umsagnar. Styður skrifstofan frumvarpið enda mega voðaverk nasista í seinni heimsstyrjöldinni sem beindust gegn fólki vegna trúarbragða þeirra, fötlunar, kynhneigðar og þjóðernisuppruna aldrei falla í gleymsku. Slíkir glæpir gegn mannkyni eiga sér rót í hatri, fordómum, mismunun og sannfæringu um yfirburði.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á hjúskaparlögum, nr. 31/1993, lögræðislögum, nr. 71/1997, og barnalögum, nr. 76/2003 (bann við barnahjónabandi), þskj. 432., 347. mál.
25.03.2021
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á hjúskaparlögum, nr. 31/1993, lögræðislögum, nr. 71/1997, og barnalögum, nr. 76/2003 (bann við barnahjónabandi), þskj. 432., 347. mál.
Mannréttindaskrifstofu Íslands MRSÍ) hefur borist framangreint frumvarp til umsagnar. Styður skrifstofan frumvarpið heils hugar og telur fara vel á því að Ísland uppfylli tilmæli Evrópuráðsins nr. 1468/2005, um þvinguð hjónabönd og barnahjónabönd, en þar segir að undir skilgreininguna barnahjónabönd falli þau tilvik þegar a.m.k. annar aðilinn er undir 18 ára aldri. Fylgir Ísland þá fordæmi annarra Norðurlönda sem hafa gert breytingar á sambærilegum lagaákvæðum um hjúskap eða hafið endurskoðun á gildandi löggjöf með það að markmiði að afnema undanþágur vegna aldurs til þess að ganga í hjúskap.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um drög að frumvarpi til laga um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940, með síðari breytingum (mansal), þskj. 917., 550. mál
10.03.2021
Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) hefur borist frumvarp til laga um breytingu á 227. gr. a, almennra hegningarlaga til umsagnar.
MRSÍ telur þær breytingar sem lagðar eru til með frumvarpinu mjög af hinu góða. Einkum er jákvætt að tilgreina vændi en ekki aðeins að misnota einhvern kynferðislega og að hagnýting á einstaklingi þurfi ekki að vera í fjárhagslegum tilgangi. Jafnframt er mjög til bóta að þrældómi og ánauð hefur verið bætt inn í ákvæðið og að skuldaánauð skuli nefnd sérstaklega því svo algegnt er að fórnarlömbum mansals séu gerðar upp skuldir sem oft næst aldrei að greiða að fullu.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, þskj. 771, 452. mál
05.03.2021
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda, þskj. 771, 452. mál.
Lesa meira
Málþing um áskoranir í COVID-19 faraldrinum
05.03.2021
Þann 17. mars næstkomandi stendur Mannréttindaskrifstofa Íslands fyrir hádegismálþingi um áskoranir í COVID-19 faraldrinum.
Lesa meira
🌎 Myndbönd um réttindi fatlaðra barna af erlendum uppruna frumsýnd 🌎
12.02.2021
Myndbönd um réttindi fatlaðra barna af erlendum uppruna frumsýnd
Lesa meira
Tengslaráðstefna vegna Uppbyggingarsjóðs EES
09.02.2021
Rúmenía heldur tengslaráðstefnu á netinu 23. febrúar næstkomandi. Félagasamtökum sem áhuga hafa á samstarfi við rúmensk félagasamtök (vinna og ferðir greidd) geta skráð sig á ráðstefnuna, sjá meðfylgjandi auglýsingu:
Lesa meira
Umsögn MRSÍ um drög að frumvarpi til laga um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940, með síðari breytingum (mansal)
03.02.2021
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um drög að frumvarpi til laga um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940, með síðari breytingum (mansal).
Lesa meira
Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda að fullgilda samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum
22.01.2021
Samningurinn festir í sessi afdráttarlaust bann við notkun kjarnorkuvopna á grundvelli alþjóðlegra mannúðarlaga sem tryggja skal eyðingu og afnám slíkra vopna, sem og bann við framleiðslu, flutningi, þróun, prófun, geymslu eða hótunum um notkun þeirra. Samningurinn undirstrikar þá alvarlegu hættu sem stafar af áframhaldandi tilvist kjarnorkuvopna og þeim óafturkræfu og gereyðandi afleiðingum sem slík vopn valda. Samningurinn skuldbindur ríki einnig til að koma þolendum kjarnorkuvopnanotkunar og tilrauna til aðstoðar ásamt því að koma á endurbótum vegna mengaðs umhverfis af völdum þeirra.
Lesa meira
Myndbönd um réttindi fatlaðra barna af erlendum uppruna
15.01.2021
Mannréttindaskrifstofa Íslands vekur athygli á myndböndum sem Landssamtökin Þroskahjálp hafa unnið um réttindi fatlaðra barna og talsett á fjögur tungumál.
Lesa meira