Flýtilyklar
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um drög að frumvarpi til laga um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940, með síðari breytingum (mansal), þskj. 917., 550. mál
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um drög að frumvarpi til laga um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940, með síðari breytingum (mansal), þskj. 917., 550. mál.
Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) hefur borist frumvarp til laga um breytingu á 227. gr. a, almennra hegningarlaga til umsagnar.
MRSÍ telur þær breytingar sem lagðar eru til með frumvarpinu mjög af hinu góða. Einkum er jákvætt að tilgreina vændi en ekki aðeins að misnota einhvern kynferðislega og að hagnýting á einstaklingi þurfi ekki að vera í fjárhagslegum tilgangi. Jafnframt er mjög til bóta að þrældómi og ánauð hefur verið bætt inn í ákvæðið og að skuldaánauð skuli nefnd sérstaklega því svo algegnt er að fórnarlömbum mansals séu gerðar upp skuldir sem oft næst aldrei að greiða að fullu.
Hvað varðar greinargerð með frumvarpinu og athugasemdir með ákvæðinu þá telur MRSÍ þar fram komnar upplýsingar og skýringar sem að gagni koma og auðvelda mega saksókn og sakfellingu í mansalsmálum. Þar má nefna umfjöllun um skilgreininguna á mansali og upptalningu dæma um verknaðaraðferðir, svo sem að neita fíkniefnaneytanda um næsta skammt o.s.frv.
Umsögn í heild má lesa hér.