Flýtilyklar
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (bann við afneitun helfararinnar), þskj. 772, 453. mál.
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (bann við afneitun helfararinnar), þskj. 772, 453. mál.
Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) hefur fengið framangreint frumvarp til umsagnar. Styður skrifstofan frumvarpið enda mega voðaverk nasista í seinni heimsstyrjöldinni sem beindust gegn fólki vegna trúarbragða þeirra, fötlunar, kynhneigðar og þjóðernisuppruna aldrei falla í gleymsku. Slíkir glæpir gegn mannkyni eiga sér rót í hatri, fordómum, mismunun og sannfæringu um yfirburði.
Eins og ástandið í veröldinni í dag þar sem stöðugt þrengir að mannréttindum ýmissa hópa og lýðskrum og falsfréttir ýta undir fordóma, staðalmyndir og hatur, er ekki síst mikilvægt að líta til helfararinnar og aðdraganda hennar, enda mega þeir voðaatburðir aldrei í þagnargildi liggja fremur en önnur þjóðarmorð og glæpir gegn mannkyni.
Umsögnina í heild má lesa hér.