Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á hjúskaparlögum, nr. 31/1993, lögræðislögum, nr. 71/1997, og barnalögum, nr. 76/2003 (bann við barnahjónabandi), þskj. 432., 347. mál.

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á hjúskaparlögum, nr. 31/1993, lögræðislögum, nr. 71/1997, og barnalögum, nr. 76/2003 (bann við barnahjónabandi), þskj. 432., 347. mál.

Mannréttindaskrifstofu Íslands MRSÍ) hefur borist framangreint frumvarp til umsagnar. Styður skrifstofan frumvarpið heils hugar og telur fara vel á því að Ísland uppfylli tilmæli Evrópuráðsins nr. 1468/2005, um þvinguð hjónabönd og barnahjónabönd, en þar segir að undir skilgreininguna barnahjónabönd falli þau tilvik þegar a.m.k. annar aðilinn er undir 18 ára aldri. Fylgir Ísland þá fordæmi annarra Norðurlönda sem hafa gert breytingar á sambærilegum lagaákvæðum um hjúskap eða hafið endurskoðun á gildandi löggjöf með það að markmiði að afnema undanþágur vegna aldurs til þess að ganga í hjúskap.

Í fyrra skiluðu 9 frjáls félagasamtök viðbótarskýrslu við fimmtu og sjöttu skýrslu Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna um stöðu mannréttinda barna á Íslandi og var MRSÍ þar á meðal. Í skýrslunni segir eftirarandi:

Umsögn í heild má lesa hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16