Flýtilyklar
2014
Mannréttindaskrifstofa Ísland semur við innanríkisráðuneytið til fjögurra ára
27.05.2014
Mannréttindaskrifstofan hefur gert fjögurra ára styrktarsamning við innanríkisráðuneytið. Starfsemi skrifstofunnar styrkist með þessu fyrirkomulagi þar sem henni verður gert kleift að gera skýrari langtímaáætlanir á grundvelli öruggara rekstrarumhverfis.
Lesa meira
Þróunarsjóður EFTA - tengslamyndunarfundur í Rúmeníu
16.04.2014
Í byrjun maí verður haldinn svokallaður tengslamyndunarfundur í Búkarest í Rúmeníu þar sem leitast verður við að stofna til samvinnu milli Rúmena og styrkveitandi þjóða undir merkjum þarlends verkefnis er kallast CORAI, en það er styrkt af Þróunarsjóði EFTA.
Lesa meira
Rit um hatursorðræðu
27.03.2014
Hatursorðræða er öfgakennd birting staðalmynda sem sýnir einstaklingnum óvirðingu og er liður í að svipta hann mennskunni. Það er mun auðveldara um vik að ráðast gegn þeim sem búið er að afmennska.
Lesa meira
Málþing um réttlæti - upptökur úr Glerárkirkju
14.03.2014
Framkvæmdastjóri MRSÍ, Margrét Steinarsdóttir, flutti erindi um mannréttindi og réttlæti í Glerárkirkju 5. mars sl.
Málþingið var eitt af nokkrum sem Glerárkirkja stóð fyrir um málefnið með það að markmiði að skapa vettvang fyrir opna umræðu um málefni sem snerta kirkju og samfélag, mannréttindi, fátækt og misskiptingu auðs, jafnrétti og jafnræði, einstaklingshyggju og samfélagslega ábyrgð.
Lesa meira
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti
02.03.2014
Þann 8. mars nk., á alþjóðadegi kvenna, verður árlegur baráttufundur fyrir friði og jafnrétti haldinn í Iðnó kl. 14.00.
Lesa meira
Málþing samráðsvettvangs trúfélaga - "Trú, skoðunarfrelsi og mannréttindi"
19.02.2014
Undanfarin ár hefur töluverð umræða verið um árekstra milli trúarhefða og mannréttinda. Ágreiningsefnin varða m.a. kvenréttindi, málefni samkynhneigðra, vígsluathafnir fyrir börn, menntun og tjáningarfrelsi. Markmiðið með málþinginu er að draga fram helstu árekstrana og vega þá og meta út frá lögfræðilegum, heimspekilegum og trúarbragðafræðilegum sjónarhóli.
Lesa meira
Málþing um margbreytileika samfélagsins
18.02.2014
Fimmtudaginn 20. febrúar n.k. kl. 13 - 15.30 munu Mannréttindaskrifstofa Íslands, Jafnréttisstofa og Fjölmenningarsetur, styrkt af Progress áætlun Evrópusambandsins, standa fyrir málþingi um uppruna og mismunun. Kynntar verða niðurstöður rannsóknar Jafnréttisstofu um mismunun á vinnumarkaði og rannsóknar Fjölmennignarseturs um Uppruna og fjölþætta mismunun.
Lesa meira