Rit um hatursorðræðu

Rit um hatursorðræðu
Ekkert hatur

Hatursorðræða er öfgakennd birting staðalmynda sem sýnir einstaklingnum óvirðingu og er liður í að svipta hann mennskunni. Það er mun auðveldara um vik að ráðast gegn þeim sem búið er að afmennska.

Rit Mannréttindaskrifstofu Íslands um hatursorðæðu er nú aðgengilegt hér á vefnum. Ritinu er ætlað  að vera yfirlit yfir hatursorðræðu og hatursáróður, ástand mála hér á landi og löggjöf landsins er lýtur að þessum málum. Auk þess er fjallað um alþjóðlega löggjöf um hatursáróður og aðgerðir til þess að sporna gegn honum með vitundarvakningu og fræðslu um fjölbreytileika samfélagsins. Að lokum er fjallað um samspil tjáningarfrelsisins og bann við hatursáróðri og því varpað upp hvort þörf sé á endurskoðun laga hér á landi í tengslum við hatursáróður og hatursorðræðu og því að stjórnvöld marki sér heildstæða stefnu til þess að berjast gegn honum. Sjá nánar.

Ritið má nálgast í pdf-formi hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16