Lagasetning nauðsyn til að hindra mismunun

Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir að setja þurfi lög sem banna mismunun á grundvelli uppruna. Hún segir að verði fordómar látnir viðgangast í samfélaginu gæti það leitt til voðaverka.

Í fréttum RÚV í gær sagði Cynthia Trililani frá fordómum í garð asískra kvenna á Íslandi. Gengið sé útfrá því að þær séu vændiskonur. Einnig er þeim meinaður aðgangur að skemmtistöðum.

Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands, segir að slíkt sé lögbrot með vísan í hegningarlög. Þar stendur meðal annars að hver sem neitar manni um þjónustu á grundvelli litarháttar eða kynþáttar skuli sæta sektum eða fangelsi. Hegningarlög banna einnig háð eða ógnun vegna þjóðernis eða kynþáttar.

„Það virðist lítið um að brotið sé kært til lögreglu. Það liggur kannski í því að þetta er hegningarlagabrot,“ segir Margrét en hún telur að ganga þurfi lengra í lagasetningu og banna mismunun á grundvelli uppruna. „Það væri meðal annars hægt að saksækja á grundvelli almannahagsmuna. Því ef fordómar eru látnir viðgangast geta þeir leitt til voðaverka. Við höfum séð dæmi til dæmis frá Noregi með Breivik-málið,“ segir hún. 

Hægt er að lesa fréttina og horfa á hana hér; http://www.ruv.is/frett/lagasetning-naudsyn-til-ad-hindra-mismunun


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16