Fréttir

Ný uppfærsla á leiðarvísi um meðferðarhæfi kærumála til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE)

Á heimasíðu innanríkisráðuneytisins má nú finna nýútkomna uppfærslu leiðarvísis um meðferðarhæfi kærumála til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE).
Lesa meira

Samstarfsverkefni styrkt af uppbyggingarsjóði EES

Samstarfsverkefni styrkt af uppbyggingarsjóði EES
Mannréttindaskrifstofa Íslands er samstarfsaðili við félagasamtökin League of Human Rights í Tékklandi. Verkefnið lýtur að uppbyggingu þekkingarvefs um skóla án aðgreiningar og kennsluaðferða sem miða að því að bjóða Róma börn velkomin í almennt skólakerfi.
Lesa meira

Alþjóðlegi Mannréttindadagurinn 10.desember 2014

Alþjóðlegi mannréttindadagurinn
Þann 10.desember 1948 samþykkti Allsherjarþing S.Þ. Mannréttindayfirlýsinguna og síðan þá hefur verið haldið upp á alþjóðlega Mannréttindadaginn 10.desember ár hvert. Þema dagsins í ár er Mannréttindi 365 daga ársins (#rights365) og minnir á að allir, alls staðar og alltaf eigi rétt á að njóta mannréttinda til fullnustu.
Lesa meira

Uppfærð dagskrá 16 daga átaksins

Uppfærð dagskrá 16 daga átaksins
Lesa meira

Bréfamaraþon Amnesty International

Bréfamaraþon Íslandsdeildar Amnesty International fer fram á laugardaginn á milli 13:00 og 18:00 á skrifstofu samtakanna að Þingholtsstræti 27, þriðju hæð. Meðal málefna sem tekin eru fyrir í ár er blátt bann við fóstureyðingum í El Salvador. Boðið verður upp á kaffi og kruðerí og Sigríður Thorlacius, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Svavar Knútur sjá um tónlist. Hvetjum alla til að mæta og styðja gott málefni!
Lesa meira

Þurfum við að óttast íslam? - málþing

Siðmennt, félag siðrænna húmanista boðar til málþings um íslam laugardaginn 29. nóvember næstkomandi kl. 11-13 á Hótel Sögu. Markmiðið með málþinginu er að hvetja til málefnalegrar og gagnrýnnar umræðu um íslam á Íslandi. Yfirskrift málþingsins er: Þurfum við að óttast íslam?
Lesa meira

Samvinna, samhljómur samtakamáttur.

Inga Dóra Pétursdóttir
Önnur af tveim greinum sem birtast í dag í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi á vísi.is
Lesa meira

Stofnanavætt ofbeldi gagnvart fötluðum konum

Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir
Önnur af fyrstu greinum í tilefni 16 daga átaks gegn kyndbundnu ofbeldi er eftir Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur nýrri starfskonu hjá Stígamótum.
Lesa meira

Ráðstefna um samstarf á vegum uppbyggingarsjóðs EES í Lettlandi

Uppbyggingarsjóður EES
Þann 11. desember n.k. verður fundir um samstarf á vegum uppbyggingarsjóðs EES í Lettlandi. Fundinum er ætlað að vera til fræðslu fyrir frjáls félagasamtök í Lettlandi um kosti og galla samstarfs við aðila á Íslandi, Noregi eða Lichtenstein að verkefnum sem styrkt eru af uppbyggingarsjóði EES.
Lesa meira

Myndband um sáttmála S.þ. um réttindi fatlaðs fólks

ÖBÍ mannréttindi fyrir alla
Myndbandið var frumsýnt á ráðstefnunni „Mannréttindi fyrir alla – framtíðarsýn Öryrkjabandalags Íslands“ þann 20. nóvember. Á ráðstefnunni var kynnt hvernig framtíðarsýn bandalagsins tengist samningnum.
Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16