Fréttir

Damon Barrett mannréttindalögfræðingur heimsækir Ísland

Damon Barrett
Mannréttindalögfræðingurinn Damon Barrett flytur opinberan fyrirlestur um mannréttindi og stríðið gegn fíkniefnum, þann 19. febrúar kl 16:30-18:00, í stofu 101 Lögbergi. Fyrirlesturinn er samstarfsverkefni Félags- og mannvísindadeildar Háskóla Íslands og Snarrótarinnar, samtaka um borgaraleg málefni.
Lesa meira

Skýrsla Velferðarvaktarinnar

Skýrsla Velferðarvaktarinnar
Þann 28. janúar kynnti Velferðarvaktin skýrslu um stöðu efnalítilla barnafjölskyldna og þeirra sem búa við sára fátækt, ásamt tillögum til úrbóta, en skýrslan var afhent félags- og húsnæðismálaráðherra. Tillögurnar eru sex talsins og fjalla um barnabætur og barnatryggingar, viðmið um lágmarksframfærslu, húsnæðismál, grunnþjónustu, samhæfingaraðila máls, samvinnu við frjáls félagasamtök og verkefnasjóð.
Lesa meira

„Að deyja með reisn – líknardauði”

„Að deyja með reisn – líknardauði”
Siðmennt boðar til málþings um líknardauða fimmtudaginn 29. janúar næstkomandi kl. 17:00 til 18:30 á Hótel Sögu.
Lesa meira

Ertu foreldri? Viltu láta gott af þér leiða?

Ertu foreldri? Viltu láta gott af þér leiða?
Rauði krossinn í Kópavogi óskar eftir sjálfboðaliðum í verkefnið Alþjóðlegir foreldrar. Markmið verkefnisins er að rjúfa félagslega einangrun innflytjenda sem eiga börn á aldrinum 0-6 ára.
Lesa meira

Áframhaldandi lögfræðiráðgjöf til innflytjenda þeim að kostnaðarlausu

Frá undirritun samnings við Velferðarráðherra 2015
Mannréttindaskrifstofa Íslands fagnar endurnýjun samnings við Velferðarráðuneytið um lögfræðiráðgjöf til innflytjenda sem undirritaður var 12. Janúar síðastliðinn. Á síðasta ári veitti Mannréttindaskrifstofan 513 viðtöl og má sjá talsverða fjölgun milli ára.
Lesa meira

Ný uppfærsla á leiðarvísi um meðferðarhæfi kærumála til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE)

Á heimasíðu innanríkisráðuneytisins má nú finna nýútkomna uppfærslu leiðarvísis um meðferðarhæfi kærumála til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE).
Lesa meira

Samstarfsverkefni styrkt af uppbyggingarsjóði EES

Samstarfsverkefni styrkt af uppbyggingarsjóði EES
Mannréttindaskrifstofa Íslands er samstarfsaðili við félagasamtökin League of Human Rights í Tékklandi. Verkefnið lýtur að uppbyggingu þekkingarvefs um skóla án aðgreiningar og kennsluaðferða sem miða að því að bjóða Róma börn velkomin í almennt skólakerfi.
Lesa meira

Alþjóðlegi Mannréttindadagurinn 10.desember 2014

Alþjóðlegi mannréttindadagurinn
Þann 10.desember 1948 samþykkti Allsherjarþing S.Þ. Mannréttindayfirlýsinguna og síðan þá hefur verið haldið upp á alþjóðlega Mannréttindadaginn 10.desember ár hvert. Þema dagsins í ár er Mannréttindi 365 daga ársins (#rights365) og minnir á að allir, alls staðar og alltaf eigi rétt á að njóta mannréttinda til fullnustu.
Lesa meira

Uppfærð dagskrá 16 daga átaksins

Uppfærð dagskrá 16 daga átaksins
Lesa meira

Bréfamaraþon Amnesty International

Bréfamaraþon Íslandsdeildar Amnesty International fer fram á laugardaginn á milli 13:00 og 18:00 á skrifstofu samtakanna að Þingholtsstræti 27, þriðju hæð. Meðal málefna sem tekin eru fyrir í ár er blátt bann við fóstureyðingum í El Salvador. Boðið verður upp á kaffi og kruðerí og Sigríður Thorlacius, Guðmundur Óskar Guðmundsson og Svavar Knútur sjá um tónlist. Hvetjum alla til að mæta og styðja gott málefni!
Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16