Samstarfsverkefni styrkt af uppbyggingarsjóði EES

Mannréttindaskrifstofa Íslands er samstarfsaðili við félagasamtökin League of Human Rights í Tékklandi. Verkefnið lýtur að uppbyggingu þekkingarvefs um skóla án aðgreiningar og kennsluaðferða sem miða að því að bjóða Róma börn velkomin í almennt skólakerfi í Tékklandi.

Fjórða hverju Róma barni er neitað um jafnan aðgang að menntun í Tékklandi. Við viljum snúa þessari neikvæðu þróun við með því að fjölga kerfisbundið almennum skólum sem eru í stakk búnir að taka við nemendum af Róma uppruna. Við munum reyna að ná þessum markmiðum með því að (1) byggja upp samstarfsvettvang fyrir skóla og þróa samvinnu þeirra á milli, (2) bæta kennsluaðferðir og aðferðarfræði kennara, skjólastjórnenda sem og menntavísindasviða til þess að auka jafnrétti nemenda, (3) beinni aðlögun Róma barna inn í skólakerfið.

Verkefnið fékk styrk frá Íslandi, Liechtenstein og Noregi í gegnum uppbyggingarsjóði EES (EEA grants), hægt er kynna sér sjóðinn betur hér á opinberri heimasíðu hans sem og á tékkneskri heimasíðu sjóðsins hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands / Kt. 620794-2019

Túngata 14 / 101 Reykjavík / Sími 552 2720 / info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16