Flýtilyklar
Fréttir
Mannréttindaskrifstofa Íslands gefur bókasafn sitt
13.04.2015
Fimmtudaginn 9. apríl afhenti Mannréttindaskrifstofa Íslands Landbókasafni/Þjóðarbókhlöðu bókasafn sitt að gjöf. Frá stofnun skrifstofunnar hefur bókasafnið verið í uppbyggingu og margir leitað í það eftir heimildum og upplýsingum.
Lesa meira
Viðburðir í Evrópuvikunni
16.03.2015
Mannréttindaskrifstofa Íslands stendur fyrir þremur viðburður í vikunni í ár í samstarfi við AFS á Íslandi, Bandalag íslenskra skáta, Evrópustofu, Landssamband æskulýðsfélaga, Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, Rauða krossinn, Reykjavíkurborg og Ungliðahreyfing Rauða krossins.
Lesa meira
Þátttökuskólar - hönd í hönd
13.03.2015
Þegar 4 dagar eru til stefnu hafa rétt tæplega 30 skólar skráð sig til þátttöku í Hönd í hönd fyrir margbreytileika sem fer fram kl. 11 þriðjudaginn 17. mars.
Lesa meira
Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti 2015
12.03.2015
Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti verður dagana 14.-21.mars næstkomandi en Mannréttindaskrifstofa Íslands heldur utan um skipulagningu hennar í samstarfi við Evrópustofu, Rauða Kross Íslands, Mannréttindaskrifstofu Rvk, Reykjavíkurborg, AFS, LÆF, URKÍ og Skátana.
Lesa meira
8. mars - Baráttufundur í Iðnó
06.03.2015
Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fyrir friði og jafnrétti verður efnt til baráttufundar í Iðnó þann 8. mars næstkomandi eins og undanfarin ár. Fundurinn ber yfirskriftina Femínismi gegn fasisma. Við munum leita svara við þeirri krefjandi spurningu hvort stjórnmálaþátttaka kvenna eða hugmyndafræði femínismans geti veitt svör eða andspyrnu við vaxandi fylgi hægriöfgaflokka innan Evrópu. Fundurinn verður með hátíðarsniði vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á árinu og verður því boðið upp á pallborðsumræður að loknum framsögum og gestir hvattir til þess að taka þátt í líflegum umræðum um málefnið. Fundarstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir.
Lesa meira
Heimildarmyndin "FRAMANDI ELDHÚS" ("Ethnic kitchen") sýnd í Bíó Paradís, 8.mars, kl 17.
02.03.2015
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars, verður heimildarmyndin "FRAMANDI ELDHÚS" ("Ethnic kitchen") sem fjallar um fimm konur sem fluttust til Litháen frá mismunandi löndum, á mismunandi tíma og af mismunandi ástæðum sýnd í Bíó Paradís kl 17.
Lesa meira
MÁLÞING, 6. mars: Hvernig má staðfesta að pyndingum sé ekki beitt?
23.02.2015
Mannréttindaskrifstofa Íslands og Íslandsdeild Amnesty International standa fyrir málþingi um mikilvægi fullgildingar valfrjálsrar bókunar við samning SÞ gegn pyndingum. Málþingið fer fram í Öskju, stofu 132, Háskóla Íslands, föstudaginn 6. mars næstkomandi frá kl.12. til 14.
Lesa meira
Málið þitt og málið mitt, lifandi tungumál á Alþjóðadegi móðurmálsins 2015
19.02.2015
Alþjóðadagur móðurmálsins á Café Lingua fyrir börn í Borgarbókasafninu|Menningarhúsi Gerðubergi, Laugardaginn 21. febrúar kl. 14.00-16.00
Lesa meira
Útrýming pyntinga á Íslandi
12.02.2015
Amnesty á Íslandi hefur sett af stað ákall þar sem skorað er á stjórnvöld að fullgilda tafarlaust bókunina. Við hvetjum alla til að taka þátt með því að skrifa undir ákallið.
Lesa meira