Könnun um viðhorf til mismununar

Í september endurtók MRSÍ könnun sem fyrst var gerð árið 2009 í samstarfi við velferðarráðuneytið (þá félags- og tryggingamálaráðuneyti).  Könnunin snýst um að kanna viðhorf til ýmissa þjóðfélagshópa sem hætt er við að sæti mismunun en hún var styrkt af PROGRESS áætlun ESB og framkvæmd af Capacent Gallup. Könnunin greindi mismunun út frá sex forsendum. Það eru kynferði, fötlun, kynhneigð, trú, aldur og uppruni/kynþáttur. Athugað var hvort viðhorf almennings til framangreindra hópa hafi breyst á þessum þremur árum.

Spurningar voru unnar með hliðsjón af Eurobarometer könnun Evrópusambandsins, Discrimination in the European Union, og því er könnunin samanburðarhæf í ríkjum ESB. Niðurstöðurnar sýndu ekki marktækar breytingar frá 2009.

Hér má sjá skýrslu um helstu niðurstöður könnunarinnar og könnun frá 2009 má sjá hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16