Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Rannsóknin sem skýrsla þessi byggir á veitir upplýsingar um fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna. Við og við heyrast sögusagnir þess eðlis að foreldri telji sig hafa verið blekkt til að skrifa undir samning sem afsalar því forsjá vegna skorts á íslenskukunnáttu eða að barn sé notað sem vopn í skilnaðardeilum fólks í samböndum einstaklinga af íslenskum uppruna og erlendum.
Slíkar sögusagnir vekja óhjákvæmilega upp spurningar hvort um raunveruleg mál sé að ræða og í framhaldinu hvort að foreldrar af erlendum uppruna standi jafnfætis öðrum – þ.e. hvort uppruni sé áhrifaþáttur þegar kemur að forsjá barna. 

Alls náði rannsóknin til forsjárfyrirkomulags 11.210 barna sem eiga foreldra sem skildu eða slitu sambúð á árunum 2001 til 2010. Niðurstöðurnar sýna ótvírætt samband á milli uppruna barns og fyrirkomulags forsjár þess þegar foreldrarnir búa ekki saman. Uppruni foreldranna virðist ráða mestu um hvort forsjá er sameiginleg og ef ekki hvort móðirin hefur forsjána eða faðirinn.

Í skýrslu með rannsóknarniðurstöðunum er fjallað um ýmsa þætti sem geta verið orsökin fyrir þeim mun sem er á skipan forsjármála eftir uppruna barna og foreldra þeirra. Það er von þeirra sem að verkinu stóðu að niðurstöður nýtist við stefnumótun innan málaflokksins og að upplýsingamiðlun og þjónusta til foreldra af erlendum uppruna, sem skilja eða slíta sambúð, taki mið af þörfum þeirra, og þó fyrst og fremst barna þeirra.

 
Skýrslan á pdf-formi hér.
Stutt samantekt á helstu niðurstöðum má sjá hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16