Fréttir

Frumkvöðlasmiðja fyrir innflytjendur

Frumkvöðlasmiðja fyrir innflytjendur
Nýtt fólk - Nýjar hugmyndir Frumkvöðlasmiðja fyrir innflytjendur
Lesa meira

Reykjavík Safarí - Menningarleiðsögn fyrir innflytjendur, flóttamenn og aðra áhugasama

Fimmtudaginn 7. júlí kl. 20.00 verður boðið til fjöltyngdrar menningargöngu "Reykjavík Safarí" níunda árið í röð. "Reykjavík Safarí" er á vegum Borgarbókasafnsins, Borgarsögusafns Reykjavíkur og Listasafns Reykjavíkur. Borgarbúar, með önnur móðurmál en íslensku, veita leiðsögn ummiðborgina sem verður í boði á spænsku, pólsku, víetnömsku, portúgölsku, ensku og persnesku.
Lesa meira

STÖÐUSKÝRSLA UPR INFO VEGNA STÖÐU MANNRÉTTINDAMÁLA Á ÍSLANDI

UPR skýrslan sem skilað var inn í mars 2016.
Lesa meira

Margréti Steinarsdóttur var afhent svarta slaufan

Við afhendingu svörtu slaufunnar
Á fundi vinnuhóps þeirra ráðuneyta sem vinna að gerð UPR skýrslu til Sþ um stöðu mannréttindamála á Íslandi, sem haldinn var í Iðnó í morgun, var Rögnu Bjarnadóttur, fulltrúa innanríkisráðuneytisins og Margréti Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands, afhent svarta slaufan. Formaður Aðgerðarhóps Háttvirtra Öryrkja og Aldraðra, Helga Björk Magnúsdóttir og Grétudóttir afhenti slaufuna en hún er táknræn fyrir baráttu gegn sjálfsvígum meðal öryrkja og aldraðra.
Lesa meira

Opinn fundur í Iðnó þriðjudaginn nk., þar sem kynnt verða drög um stöðu mannréttinda á Íslandi

MRSÍ vill vekja athygli á opnum fundi sem Innanríkisráðuneytið stendur fyrir í Iðnó næstkomandi þriðjudag, 7. júní, klukkan 9-12. Þar verða kynnt drög að skýrslu um stöðu mannréttinda á Íslandi, sem er hluti af svokölluðu UPR-ferli (Universal Periodic Review).
Lesa meira

Aðalfundur MRSÍ og kosning nýrrar stjórnar

Bjarni tekur við gjöf frá MRSÍ
Aðalfundur MRSÍ var haldinn í gær, 26. maí, þar sem kosið var til nýrrar stjórnar sem mun starfa næstu 2 árin.
Lesa meira

Áframhaldandi lögfræðiráðgjöf til innflytjenda, þeim að kostnaðarlausu.

Við undirritun samningsins 2016
Í gær, 25. maí 2016, undirrituðu Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri MRSÍ, og Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, endurnýjun samnings við Velferðarráðuneytið um lögfræðiráðgjöf til innflytjenda, þeim að kostnaðarlausu.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um útlendinga

Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist ofangreint frumvarp til umsagnar, en frumvarpið er samið á vegum innanríkisráðuneytisins og þverpólitískrar þingmannanefndar um málefni útlendinga og felur í sér heildarendurskoðun á gildandi lögum um útlendinga, nr. 96/2002.
Lesa meira

Söguhringur kvenna út á sjó – velkomnar um borð!

Söguhringur kvenna
Söguhringur kvenna út á sjó – velkomnar um borð! Sjóminjasafnið Laugardag 7. maí kl. 13.30-16.30 Þátttaka er ókeypis
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um breytingu á lögum um sjúkratryggingar (hámarksgreiðslur sjúkratryggða og þjónustustýring)

Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist ofangreint frumvarp til umsagnar. Með frumvarpinu er lagt til að tekið verði upp nýtt greiðsluþátttökukerfi og að ákveðnar verði mánaðarlegar hámarksgreiðslur sjúkratryggðra. Þá er einnig lagt til að tekin verði upp ákveðin þjónustustýring sem miðar að því að heilsugæslan verði að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga. MRSÍ telur frumvarpið ágætlega úr garði gert en hefur þó nokkrar athugasemdir.
Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16