Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um útlendinga

Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist ofangreint frumvarp til umsagnar, en frumvarpið er samið á vegum innanríkisráðuneytisins og þverpólitískrar þingmannanefndar um málefni útlendinga og felur í sér heildarendurskoðun á gildandi lögum um útlendinga, nr. 96/2002. MRSÍ fagnar frumvarpi þessu og lýsir eindreginni ánægju með mörg þau nýmæli sem þar er að finna. Einkum skulu tilgreind þau nýmæli að réttindasöfnun til búsetuleyfis verði bundin útlendingi en ekki dvalarleyfi, að takmarka skuli hvenær refsa megi umsækjendum um alþjóðlega vernd vegna ólöglegrar komu og/eða falsaðra skilríkja, að sett verði á laggirnar móttökumiðstöð þar sem leitast verði við að greina þá sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu og sérþarfir þeirra og sú aukna áhersla sem lögð er á réttindi barna og umbætur, þ.á m. vegna fylgdarlausra barna.

Umsögnina í heild sinni má lesa hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16