Fréttir

Öryrkjabandalag Íslands kynnir:

Öryrkjabandalag Íslands kynnir: Vissir þú að á Íslandi búa yfir 6.100 börn við skort á fæði, klæði og húsnæði. Sum þeirra eiga bara eitt skópar sem passar. Finnst þér það í lagi? Gakktu eða rúllaðu með okkur á 1. maí.
Lesa meira

Vekjum athygli á opnum fundi í fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar

Erfðatækni og mannréttindi
Opinn fundur á ensku á vegum Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands og Íslenskrar erfðagreiningar miðvikudaginn 27. apríl kl 12:00 -13:30 í fyrirlestrasal Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8.
Lesa meira

Vekjum athygli á viðburði Stígamóta nk. mánudag: Sálfræðin að baki kynferðisbrotum

Vekjum athygli á viðburði Stígamóta nk. mánudag: Sálfræðin að baki kynferðisbrotum
Nina Burrowes sálfræðingur og einn helsti sérfræðingur Englands á sviði kynferðisbrota heldur fyrirlestur á Stígamótum mánudaginn næstkomandi kl. 12:00.
Lesa meira

ISTANBÚLSAMNINGURINN: HINN GULLNI MÆLIKVARÐI Á MEÐFERÐ KYNFERÐISBROTAMÁLA

Óhullt frá ótta - Óhullt frá ofbeldi
MÁLÞING MRSÍ OG JAFNRÉTTISSTOFU UM EVRÓPUSAMNING UM FORVARNIR OG BARÁTTU GEGN OFBELDI GEGN KONUM
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um breytingu á lögum um málefni aldraðra (réttur til sambúðar á stofnun)

Skrifstofan styður frumvarpið og telur það grundvallarréttindi að hjónum eða sambúðarfólki sé tryggður sá réttur að halda samvistum áfram ef svo er á statt sem að framan greinir.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um lagaskrifstofu Alþingis

Telur skrifstofan það skref í rétta átt svo að samræmis sé gætt í allri lagasetningu, þau samræmist stjórnarskrá og alþjóðasamningum og að komið verði í veg fyrir að á frumvörpum séu lagatæknilegir ágallar. Eins og segir í greinargerð þá er það mikilvægt að tryggja gæði lagasetningar og byggja upp traust á löggjafarvaldinu og er stofnun lagaskrifstofu liður í því.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um tillögu til þingsályktunar um stuðning Íslands við að koma á alþjóðlegu banni við framleiðslu og beitingu sjálfvirkra og sjálfstýrðra vígvéla

MRSÍ styður þingsályktunartillöguna heilshugar og telur alþjóðlegt bann við framleiðslu og beitingu sjálfvirkra og sjálfstýrðra vígvéla nauðsynlegt. Slíkar vélar eru gagngert búnar til og beitt til að valda skaða og er því að mati MRSÍ engin ástæða fyrir því að Ísland styðji slíka framleiðslu.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um breytingu á lögum útlendinga (kærunefnd, fjölgun nefndarmanna)

Skrifstofan fagnar frumvarpsbreytingum og styður eindregið tillögu um fjölgun nefndarmanna í kærunefnd útlendingamála og hvetur jafnframt til þess að nefndinni verði tryggt nægt fjármagn svo hún geti unnið sín störf á skilvirkan hátt. Þá telur skrifstofan frumvarpið fela í sér umtalsverða réttarbót fyrir innflytjendur og umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Lesa meira

Sameinuðu þjóðirnar vilja að Ísland fjölgi konum í Hæstarétti og lögreglu, og tryggi starf lögreglunnar og annarra aðila gegn kynferðisofbeldi

Sameinuðu þjóðirnar vilja að Ísland fjölgi konum í Hæstarétti og lögreglu, og tryggi starf lögreglunnar og annarra aðila gegn kynferðisofbeldi
Í fyrradag sendi nefnd Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum tilmæli til íslenskra stjórnvalda um hvað betur má fara í jafnréttismálum hér á landi, og lagði sérstaka áherslu á ofbeldi gegn konum og að fjölga konum í lögreglunni og Hæstarétti.
Lesa meira

Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar)

Í frumvarpinu er lagt til að skilyrðum fjárhagsaðstoðar verði breytt á þann veg að ráðherra gefi árlega út leiðbeiningar um framkvæmd fjárhagsaðstoðar auk viðmiðunarfjárhæða. Þar að auki að skilyrt verði að umsækjandi fjárhagsaðstoðar sé í virkri atvinnuleit.
Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16