Flýtilyklar
141. löggjafarþing 2012 - 2013
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um framferði kínverskra yfirvalda gagnvart tíbesku þjóðinni
08.08.2014
MRSÍ fagnar tillögunni þar sem full ástæða er til þess að stjórnvöld geri það sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva þau mannréttindabrot sem framin hafa verið í Tíbet undanfarin ár.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum (hækkun greiðslna og lenging)
08.08.2014
Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) fagnar framangreindu frumvarpi og telur hér stigin jákvæð skref í þá átt að leiðrétta þá skerðingu er gerð var á fæðingar- og foreldraorlofi í kjölfar þrenginga í ríkisfjármálum haustið 2008. MRSÍ gerir þó athugasemdir við að fallið var frá að kveða á um að mánaðarleg greiðsla Fæðingarorlofssjóðs til starfsmanns í fæðingarorlofi skuli aldrei nema hærri fjárhæð en kr. 400.000. Í dag nemur þessi fjárhæð 300.000 kr. og eins og frumvarpið er í núverandi mynd skal fjárhæðin hækka í 350.000 kr., í stað 400.000 kr. eins og fyrirhugað var.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um málefni barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun
08.08.2014
Markmið tillögunnar er að fram fari heildarendurskoðun á málefnum barna og ungmenna með tal- og málþroskaröskun og að gerð verði markviss aðgerðaáætlun til að bæta aðstöðu þessara barna.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um jafnt búsetuform barna sem búa á tveimur heimilum
08.08.2014
Markmið tillögunnar er að skipa starfshóp til að skoða hvernig best er að útfæra búsetuform barna sem búa jafnt og til skiptis hjá báðum foreldrum á tveimur heimilum. Í tillögunni segir að markmið starfshópsins sé að eyða þeim aðstöðumun sem sé til staðar þegar foreldrar búi ekki saman en ali upp börnin á tveimur heimilum.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla, lögum um meðferð sakamála og lögum um meðferð einkamála (endurupptökunefnd)
08.08.2014
Markið frumvarpsins er að innleiða nýtt fyrirkomulag við mat á beiðnum um endurupptöku mála, hvort sem um ræðir mál sem aðeins hafa verið dæmd í héraðsdómi eða sem dæmd hafa verið í Hæstarétti.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráð trúfélög, nr. 108/1999 með síðari breytingum (lífsskoðunarfélög, aðild barna að skráðum trúfélögum og lífsskoðunarfélögum o.fl.).
08.08.2014
Lítillegar breytingar hafa verið gerðar við 4. gr. frumvarpsins er lýtur að nánari skilgreiningu á trúfélögum og lífsskoðunarfélögum og þeim skilyrðum sem uppfyllt þurfa að vera til að slík félög fái skráningu. MRSÍ telur þessar breytingar jákvæðar og gefa skýra mynd af þeim félögum sem falla undir lögin.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins
08.08.2014
Markmið frumvarpsins er að lögfesta Barnasáttmálann og valfrjálsar bókanir hans og styrkja þannig stöðu mannréttinda barna.
Lesa meira
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis og lögum um kosningar til sveitarstjórnar (aðstoð við kosningu)
08.08.2014
Með breytingunum á að lögfesta með skýrum hætti rétt kjósenda, sem lagaákvæðin ná til, til þess að ákveða sjálfir hver aðstoði þá við atkvæðagreiðslu í kosningum.
Lesa meira