140. löggjafarþing 2011 - 2012

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof

Með frumvarpinu er núgildandi lögum breytt með þeim hætti að einstæðar mæður sem getið hafa barn með tæknifrjóvgun og einhleypir sem ættleitt hafa barn öðlist jafnan rétt á við aðra foreldra til fæðingarorlofs.
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 85/2011, um nálgunarbann og brottvísun af heimili (kæruheimild)

Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar ofangreint frumvarp um breytingu á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili. Styður skrifstofan frumvarp þetta enda nauðsynlegt að kæra megi úrskurð héraðsdóms um nálgunarbann og eða brottvísun af heimili til æðri dóms, sem og að kæruheimildin taki jafnt til úrskurðar þar sem fallist hefur verið á slíka kröfu eða henni hefur verið synjað.
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014

MRSÍ fagnar þessar i framkvæmdaáætlun sem er til þess fallin að bæta réttarstöðu og lífsgæði fatlaðs fólks á Íslandi. Sérstaklega skal vísað í áform um bætt aðgengi og algilda hönnun, enda t.d. löngu tímabært að menntastofnanir setji sér viðmið þar að lútandi. MRSÍ hvetur stjórvöld til að tryggja nægilegt fjármagn til að þessi áform verði að veruleika. MRSÍ fagnar jafnframt fyrirhuguðum aðgerðum til að auka atvinnuþátttöku fatlaðs fólks í samræmi við 27. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna (Sþ) um réttindi fatlaðs fólks , en hingað til hefur einungis takmarkaður fjöldi þess átt möguleika á atvinnu.
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkratryggingar, nr. 112/2008, og lyfjalögum, nr. 93/1994, greiðsluþátttaka í lyfjakostnaði

Með frumvarpinu á að breyta lögum um sjúkratryggingar og lyfjalögum. Breytingunum er ætlað að einfalda núverandi greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga Íslands í lyfjakostnaði einstaklinga ásamt því að auka aðgang að lyfjagagnagrunni til að stuðla að virkara eftirliti m.a. með lyfjanotkun sjúklinga og lyfjaávísunum lækna.
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um meðferð frumvarps stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga

Markmið tillögunar er að frumvarp stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga fái ítarlega og vandaða meðferð, sem og umsögn þjóðarinnar allrar áður en Alþingi tekur málið til beinnar efnislegrar meðferðar sem frumvarp.
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um skýrslu forsætisnefndar um tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands

Mannréttindaskrifstofan fagnar því starfi sem fram hefur farið hjá stjórnlagaráði við yfirferð og gerð tillagna að breytingum á stjórnarskrá landsins. Ljóst er að í þeirri vinnu var hverjum steini velt við og mál skoðuð á gagnrýninn hátt. Leitað var eftir áliti sérfræðinga sem og alls almennings. Þær tillögur sem stjórnlagaráð skilaði svo af sér til forseta Alþingis þann 29. júlí sl. eru umfangsmiklar og lagðar eru til breytingar á langflestum ákvæðum núgildandi stjórnarskráar.
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um reglubundnar árlegar heimsóknir til eldri borgara í forvarnarskyni

Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist ofangreind þingsályktunartillaga til umsagnar. Í henni felst að velferðarráðherra verði falið í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga að koma á reglulegum árlegum heimsóknum í forvarnarskyni sem bjóðist öllum 75 ára og eldri. Markmið þessara heimsókna er að fara yfir alla þætti sem varða heilsu og aðstæður hins aldraða og metið hvort að viðkomandi þurfi á einhverri aðstoð að halda og hvernig best sé að haga henni.
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk

Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar ofangreint lagafrumvarp um réttindagæslu fyrir fatlað fólk. Tilgangur frumvarpsins samkvæmt greinargerð er að gera fötluðum einstaklingum auðveldara að gæta réttar síns og leita úrræða sé á þeim brotið.
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrif stofu Íslands (MRSÍ) um frumvarp til laga um breyting á lögum um íslenskan ríkisborgararétt

Með framangreindu frumvarpi eru m.a. lagðar til breytingar á 6. tl. 9. gr. laganna hvað varðar varða fjárhæð sekta. Er ástæðan ekki síst sögð sú hækkun sem orðið hefur á sektarrefsingum frá því að ákvæðið var upphaflega sett í lögin.
Lesa meira

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu

Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist til umsagnar ofangreind þingsályktunartillaga um að fela innanríkisráðherra að vinna og leggja fyrir Alþingi frumvarp sem veitir lögreglu rýmri rannsóknarheimildir eða svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir.
Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16