Úttekt á stöðu innflytjenda á Íslandi

Úttekt á stöðu innflytjenda á Íslandi
MIPEX

MIPEX 2020, BIRTING NIÐURSTAÐNA

Hversu vel stendur Ísland sig í málefnum innflytjenda?

Nýjar tölur frá MIPEX kortleggja stöðu innflytjendamála á Íslandi samanborið við 51 önnur ríki.

MIPEX gerir úttekt á stöðu innflytjendamála (Integration Policy) í ýmsum löndum á 5 ára fresti. Skammstöfunin MIPEX stendur fyrir Migrant Integration Policy Index og um verkefnið sjá the Barcelona Centre for International Affairs (CIDOB, https://www.cidob.org/en/ ) og the Migration Policy Group (MPG, https://www.migpolgroup.com/ ). Úttektin 2020 nær til 52 landa, þ.e. landa Evrópusambandsins auk Ástralíu, Kanada, Íslands, Japan, Suður-Kóreu, Nýja Sjálands, Noregs, Sviss, Tyrklands og Bandaríkjanna.

Í úttektinni eru skoðaðir meira en 100 vísar varðandi 8 þætti sem gefa heildstæða mynd af tækifærum innflytjenda til að taka fullan þátt í samfélaginu. Þeir eru: vinnumarkaður, menntun, fjölskyldusameining, þátttaka í stjórnmálum, ótímabundið dvalarleyfi, ríkisborgararéttur, bann við mismunun og heilbrigðisþjónusta.

MIPEX er mikið notað við stefnumótun og af frjálsum félagasamtökum og rannsakendum. Nýleg google leit sýnir meira en 4.600 skjöl þar sem vitnað var til MIPEX.

Hér að neðan er að finna hlekk sem sýnir stöðu Íslands á MIPEX skalanum:

https://www.mipex.eu/iceland

Heimasíða MIPEX og upplýsingasíður:

https://www.mipex.eu/

http://www.mipex.eu/what-is-mipex

http://www.mipex.eu/who-produces-mipex

https://www.mipex.eu/key-findings

Skjal sem sýnir stigagjöf Íslands og meðaltal í MIPEX 2020

Skalinn skiptir löndum í 10 hópa eftir stigagjöf og er Ísland í 3. hópnum. Heildarstigagjöf Íslands er 56 stig. Til samanburðar má nefna að Finnland og Svíþjoð eru í topp 10 með 85 og 86 stig , Noregur 69 og Danmörk 58 stig.

Stutt glærusýning um MIPEX

 

 

 


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16