Flýtilyklar
Uppskeruhátíð evrópskra samstarfsáætlana
Íslendingar hafa verið afkastamiklir þátttakendur í evrópskum samstarfsáætlunum síðastliðin 20 ár. Á Íslandi hefur um 145 milljónum evra verið úthlutað í styrki á vegum Evrópusambandsins frá árinu 2000.
Til að fagna árangri undanfarinna ára á mun Evrópusamvinna standa fyrir uppskeruhátíð í Hafnarhúsinu 22. nóvember næstkomandi. Á hátíðinni gefst færi á að kynna sér um 50 verkefni sem hlotið hafa styrki úr áætlunum ESB .
Mannréttindaskrifstofa Íslands mun vera á staðnum og kynna verkefni þau sem skrifstofan hefur unnið undanfarin ár með styrkum frá PROGRESS.
Tónlist, bíómyndir, spurningaleikur, áhugaverð verkefni og skemmtilegar uppákomur fyrir alla aldurshópa!
DAGSKRÁ uppskeruhátíðar:
14:00 Setning uppskeruhátíðar
Evrópusamvinna í 20 ár – árangur og ávinningur íslenskra aðila Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Landskrifstofu menntaáætlunar ESB
Leikskólinn Vesturborg börn syngja evrópsk lög – Comeniusar verkefni
Reynsla og þátttaka Íslenskrar erfðagreiningar í rannsóknaráætlunum ESB Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri rannsókna hjá Íslenskri erfðagreiningu
Stelpur rokka afrakstur Rokksumarbúða fyrir ungar stelpur – verkefni Evrópu unga fólksins
Viltu bita af Evrópu? Evrópukaka í boði í portinu
Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi Erasmus nemi stýrir setningu uppskeruhátíðar
Brot úr íslenskum bíómyndum – verkefni MEDIA áætlunarinnar
15:30 Spurningaleikur, „pub-quiz“ um íslensku sauðkindina
Byggður á efni kennslubókar um sauðfjárrækt – afrakstur Leonardo verkefnis
16:00 Tónlistaratriði Listaháskóla íslands
Verkefni Menntaáætlunar ESB
Veittar verða gæðaviðurkenningar þeim verkefnum sem valin hafa verið sem fyrirmyndarverkefni Comeniusar, Grundtvig, Leonardo, Erasmus, eTwinning og Evrópumerkisins.
Margrét Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá Rannís stýrir afhendingu viðurkenninga og Jan Truszczynski, Director General, DG Education and Culture, European Commission afhendir viðurkenningarnar
17:00 Skólahljómsveit Grafarvogs
Una paloma blanca/Hvíta dúfan – verkefni Evrópu unga fólksins
Hópur úr Flataskóla syngur og dansar – E-twinning verkefni
18:00 Uppskeruhátíð lýkur
Allir velkomnir!
Nánari upplýsingar á hér.