Uppbyggingarsjóður EES - Gagnagrunnur fyrir samstarfsaðila í Tékklandi

Uppbyggingarsjóður EES - Gagnagrunnur fyrir samstarfsaðila í Tékklandi
Uppbyggingarsjóður EES

Stjórnvöld í Tékklandi hafa útbúið gagnagrunn til þess að hjálpa tékkneskum aðilum að finna samstarfsfélaga í gjafríkjunum Íslandi, Liectenstein og Noregi, og öfugt.

Gagnagrunnin má finna hér og má finna myndband hér sem skýrir tilgang gagnagrunnsins.

Gagnagrunnurinn mun tvímælanlaust hjálpa þeim sem eru í leit að samvinnu vegna verkefna sinna sem studd eru af Uppbyggingarsjóði EES eða fyrir þá sem vilja auka umfang verkefnis síns á landsvísu. 

Uppbyggingarsjóður EES er fjármagnaður af Íslandi, Liechtenstein og Noregi með því markmiði að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði innan Evrópska efnahagssvæðisins og efla tvíhliða samstarf milli EFTA ríkjanna innan EES og fimmtán viðtökuríkja sjóðsins í Evrópu.

Sjóðurinn stuðlar að  umbótum og uppbyggingu í þeim aðildarríkjum ESB sem standa lakar í efnahagslegu tilliti. Viðtökuríki sjóðsins eru öll í Suður- og Austur-Evrópu:
Búlgaría, Eistland, Grikkland, Kýpur, Lettland, Litháen, Malta, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Slóvakía, Slóvenía, Króatía, Tékkland og Ungverjaland.

Nánari upplýsingar um styrkina er á heimasíðu Uppbyggingarsjóðs EES.

 

 


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16