Flýtilyklar
Unifem skorar á þingmenn að tryggja öfluga starfsemi Mannréttindaskrifstofunnar
01.12.2005
Ágæti þingmaður,
Landsnefnd UNIFEM á Íslandi skorar á háttvirta alþingismenn að tryggja öfluga starfsemi Mannréttindaskrifstofu Íslands með því að gera hana að föstum lið á fjárlögum. Íslensk stjórnvöld hafa lengi hvatt til eflingar og verndunar mannréttinda á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og Evrópuráðsins auk þess sem framlög til þróunarsamvinnu og lýðræðisþróunar í öðrum ríkjum hafa verið aukin. Óháð og öflug Mannréttindaskrifstofa sem tekur þátt í alþjóðlegu mannréttindastarfi og eflir mannréttindavitund borgaranna og yfirvalda er nauðsynleg til að sinna fræðslu- og upplýsingaskyldu í flóknu nútímasamfélagi og veita yfirvöldum nauðsynlegt eftirlit. Möguleikar skrifstofunnar til að efla rannsóknir hérlendis og á alþjóðavettvangi eru ótalmargir. Sú óvissa sem ríkir um framtíð slíkrar stofnunar er óhugsandi í byrjun 21. aldar hjá einu elsta lýðræðisríki heims.
F.h. UNIFEM á Íslandi
________________________________
Birna Þórarinsdóttir
Birna Þórarinsdóttir