Undirritun samnings við dómsmálaráðuneytið

Undirritun samnings við dómsmálaráðuneytið
Undirritun samningsins

Í gær undirrituðu Ellen Calmon, formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) og Berglind Bára Sigurjónsdóttir, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, styrktarsamning dómsmálaráðuneytisins og MRSÍ. Samningurinn tekur til áranna 2020-2024. MRSÍ er að vonum þakklát fyrir samninginn en markmið hans er að skapa styrkari grundvöll fyrir rekstur MRSÍ og gera skrifstofunni kleift að sinna hlutverki sínu og venjubundnum verkefnum, svo sem eftirlitshlutverki sem felst meðal annars í gerð viðbótar skýrslna til alþjóðlegra eftirlitsaðila og umsögnum um lagafrumvörp; útgáfu rita um mannréttindamál; alþjóðlegu samstarfi; svara fyrirspurnum almennings, félagasamtaka, stofnana og fjölmiðla og styðja framkvæmd mannréttinda á Íslandi.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16