Flýtilyklar
Undirritun samnings við dómsmálaráðuneytið
Í gær undirrituðu Ellen Calmon, formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) og Berglind Bára Sigurjónsdóttir, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, styrktarsamning dómsmálaráðuneytisins og MRSÍ. Samningurinn tekur til áranna 2020-2024. MRSÍ er að vonum þakklát fyrir samninginn en markmið hans er að skapa styrkari grundvöll fyrir rekstur MRSÍ og gera skrifstofunni kleift að sinna hlutverki sínu og venjubundnum verkefnum, svo sem eftirlitshlutverki sem felst meðal annars í gerð viðbótar skýrslna til alþjóðlegra eftirlitsaðila og umsögnum um lagafrumvörp; útgáfu rita um mannréttindamál; alþjóðlegu samstarfi; svara fyrirspurnum almennings, félagasamtaka, stofnana og fjölmiðla og styðja framkvæmd mannréttinda á Íslandi.