Flýtilyklar
Umsögn MRSÍ um tillögu til þingsályktunar um markvissa fræðslu um kynjafræði, kynfrelsi, sjálfsákvörðunarrétt og þýðingu samþykkis í kynferðislegum samskiptum
Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist til umsagnar tillaga til þingsályktunar sem fjallar um að veitt verði fjármagn til að markvisst megi efla fræðslu og forvarnir um kynjafræði, kynfrelsi, sjálfsákvörðunarrétt og þýðingu samþykkis í kynferðislegum samskiptum. MRSÍ styður tillöguna og fagnar henni jafnframt.
Skrifstofan telur mikla þörf á fræðslu og forvörnum í þessum málaflokki og telur nauðsynlegt að slíkt hefjist strax hjá yngri deildum grunnskóla, líkt og þingsályktunin gerir ráð fyrir. Ljóst er að kynferðis ofbeldi og áreitni er víðfemt vandamál sem ekki er síst kynt undir með klámneyslu barna og unglinga, einkum drengja. Vöntun er á markvissri og formfastri fræðslu svo hægt sé að uppræta þetta þjóðfélagsmein.
Umsögnina í heild sinni má lesa hér.