Flýtilyklar
Umsögn MRSÍ um tillögu til þingsályktunar um kynjavakt Alþingis
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um kynjavakt Alþingis, þskj. 949, 564. mál.
Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist framangreind tillaga til þingsályktunar til umsagnar. Í tillögunni segir að Kynjavaktin skuli gera úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á aðkomu að ákvarðanatöku innan Alþingis, hvernig ályktunum Alþingis og aðgerðaáætlunum ríkisstjórna í jafnréttismálum hefur verið framfylgt og skoði næmi Alþingis fyrir ólíkri stöðu kynjanna samkvæmt kynnæmum vísum Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU). Þar segir einnig að Kynjavaktin skuli skila forseta Alþingis skýrslu fyrir 1. apríl ár hvert.
MRSÍ styður tillöguna heils hugar og tekur undir það er í greinargerð með henni segir, að Kynjavakt Alþingis væri framsækið tæki í baráttunni fyrir fullu jafnrétti kynjanna innan Alþingis.
Umsögnina í heild má lesa hér.