Flýtilyklar
Umsögn MRSÍ um tillögu til þingsályktunar um heildarlög útlendinga
03.06.2014
MRSÍ fagnar tillögunni og bendir á að löngu sé orðið tímabært að endurskoða lög um útlendinga nr. 96/2002 og lög um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97/2002. Í slíkri endurskoðun þarf einnig að yfirfara alla framkvæmd í þessum málefnum til þess að hægt sé að ná fram breytingum og þeirri
hagræðingu sem stefna ætti að með lagabreytingunum, líkt og styttingu á málsmeðferðartíma. Ljóst er að aðeins með samstilltu átaki og frekara fjármagni til Útlendingastofnunar, sem ber hitann og þungann af framkvæmd laganna, nást fram raunverulegar breytingar í þessum málaflokki.
Umsögnina má finna á pdf-formi hér.