Umsögn MRSí um frumvarp til laga um kynrænt sjálfræði

Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um kynrænt sjálfræði. Löngu er tímabært að sett verði heildstæð löggjöf um kynrænt sjálfræði hér á landi og styður skrifstofan frumvarpið heils hugar en gerir alvarlegar athugsemdir við að í frumvarpinu er ekki að finna ákvæði til verndar intersex börnum gegn skað­legum og ónauð­syn­legum líkam­legum inngripum þrátt fyrir fyrir­heit stjórn­valda í stjórn­arsátt­mála, en þar segir:

„Ríkis­stjórnin vill koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks með metn­að­ar­fullri löggjöf um kynrænt sjálfræði í samræmi við nýút­komin tilmæli Evrópu­ráðsins vegna mann­rétt­inda intersex-fólks. Í þeim lögum yrði kveðið á um að einstak­lingar megi sjálfir ákveða kyn sitt, kynvitund þeirra njóti viður­kenn­ingar, einstak­lingar njóti líkam­legrar frið­helgi og jafn­réttis fyrir lögum óháð kynhneigð, kynvitund, kynein­kennum og kyntján­ingu.“

Að mati MRSÍ verður ekki nógsamlega tíundað mikilvægi þess að vernda einstak­linga með ódæmigerð kynein­kenni, sem ekki falla að stöðl­uðum hugmyndum um líffræðileg einkenni karl- eða kven­kyns líkama, fyrir tilraunum til að laga líkama þeirra að stöðl­uðum hugmyndum um kynin með skurð­að­gerðum og/eða horm­óna­með­ferðum. Í niður­stöðum rann­sóknar Amnesty Internati­onal kemur fram að þegar einstak­lingar með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni og fjöl­skyldur þeirra leita eftir þjón­ustu í íslenska heil­brigðis­kerfinu þá dregur skortur á skýru mann­rétt­inda­miðuðu verklagi og þverfag­legri nálgun, ásamt ónógum félags­legum stuðn­ingi, úr mögu­leikum þeirra til að njóta líkam­legrar og andlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er. MRSÍ telur að betur hefði farið á því að frumvarpið innihéldi ákvæði til verndar intersex börnum auk ákvæðis til bráðabirgða I sem skili tillögum um úrbætur í málefnum þeirra.

Umsögnina í heild sinni má lesa hér


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16