Flýtilyklar
Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna
Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.
MRSÍ fagnar frumvarpinu því þótt margt hafi áunnist á Íslandi í jafnréttismálum, s.s. aukin réttindi kvenna og samkynhneigðra, þá er margt óunnið og ýmsir samfélagshópar eiga enn undir högg að sækja án þess að geta sótt rétt sinn telji þeir á sér brotið. MRSÍ hefur um nokkurt skeið vakið athygli á því hversu ófullkomin íslensk jafnréttislöggjöf er þegar um er að tefla aðrar tegundir jafnréttis en kynjajafnrétti. Lögin eru afar brotakennd í samanburði við það sem kveðið er á um í Evrópurétti og þá löggjöf sem finna má í löndum sem Ísland ber sig helst saman við. Í þessu ljósi fagnar MRSÍ frumvarpsdrögunum í þeirri von að nú verði stigin lokaskref í innleiðingu mismununartilskipana Evrópusambandsins nr. 2000/43/EB og 2000/78/EB.
Umsögninga í heild sinni, þar með talið athugasemdir MRSÍ, má lesa í heild sinni hér.