Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt og barnalög (ríkisfangsleysi)

Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um íslenskan ríkisborgararétt og barnalög (ríkisfangsleysi).

MRSÍ styður frumvarpið enda er það sett fram svo fullgilda megi samning Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu ríkisfangslausra einstaklinga frá 1954 og samning frá 1961 um að draga úr ríkisfangsleysi. Hafa íslensk stjórvöld ítrekað fengið tilmæli um að fullgilda þessa samninga, m.a. frá Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og nú síðast í svokölluðu UPR (Universal Periodic Review) ferli, sem er regluleg úttekt á stöðu mannréttindamála í aðildarríkjum Sþ. Var Ísland síðast tekið fyrir þann 1. nóvember 2016. Frumvarp þetta horfir og til þess að einfalda málsmeðferð umsókna um íslenskt ríkisfang og er það vel. 

Umsögnina í heild sinni má lesa hér


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16