Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis (jafnt vægi atkvæða)

Efni: Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til Alþingis (jafnt vægi atkvæða), þskj. 27, 27. mál.

Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur borist framangreint frumvarp til umsagnar. Styður skrifstofan frumvarpið og vísar í orð greinargerðar með því varðandi reglur Nefndar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum (Feneyjanefndarinnar) um góða starfshætti í kosningamálum (e. Code of Good Practice in Electoral Matters 2002). Í þeim reglum kemur fram að tryggja skuli sem jafnast vægi atkvæða; að misvægi atkvæða fari almennt ekki yfir 10% og alls ekki yfir 15% nema við sérstakar aðstæður.

Minnir skrifstofan jafnframt á svokallað Kaupmannahafnarskjal, sem samþykkt var árið 1990 að tilstuðlan Ráðstefnunnar um Öryggi og Samvinnu í Evrópu. Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu (ÖSE) sér nú um fram­kvæmd ­skjals­ins og í þremur skýrslum stofnunarinnar um skoðun framkvæmdar kosninga á Íslandi á árunum 2009, 2013 og 2017, er bent á að misvægi atkvæða brjóti í bága við ákvæði 5.10 í Kaup­manna­hafn­ar­skjal­inu þar sem segir að kosn­inga­kerfi verði að virða grund­vall­ar­mann­rétt­indi og laga­legan heil­leika. Benda skýrslurnar á að jafn­ræð­is­regla 65. gr. stjórnar­skrár sé brotin með ójöfnu vægi atkvæða. Íslensk stjórnvöld hafa brugðist við þessum ábendingum að einhverju leyti.

Með vísan til þess er að framan greinir verður að telja að ójafnt vægi atkvæða brjóti gegn jafn­ræðisreglum alþjóð­legra mann­rétt­inda­samn­inga og -yf­ir­lýs­inga sem Ísland er aðili að.

Umsögnina má finna hér.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16