Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar (raunleiðrétting)

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 (raunleiðrétting), þskj. 218,  217. mál.

Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) hefur borist framangreint frumvarp til umsagnar. Ítrekar skrifstofan fyrri umsögn sína um frumvarpið og styður það heils hugar. Hér eru afar mikilvægir hagsmunir í húfi fyrir lífeyrisþega sem þurft hafa að þola kjaragliðnun allt frá árinu 1997 vegna þess að greiðslur almannatrygginga hafa ekki hækkað til samræmis við vísitölu neysluverðs eða launavísitölu. Brýnt er að bæta úr og vísar MRSÍ til Félagsmálasáttmála Evrópu, alþjóðasamnings um efnahagsleg, menningarleg og félagsleg réttindi sem og samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem kveða á um rétt einstaklinga til að njóta stöðugt batnandi lífskjara og skyldu aðildarríkja til að standa vörð um viðvæma hópa.

Hér má nálgast umsögnina í heild sinni.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16