Flýtilyklar
Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (umsáturseinelti)
Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist framangreint frumvarp til umsagnar. Styður skrifstofan frumvarpið heils hugar og fagnar því markmiði er í greinargerð með frumvarpinu greinir að sporna eins og kostur er við því að börn búi við þær aðstæður að komast beint eða óbeint í návígi við umsáturseinelti.
Þá er MRSÍ og þeirrar skoðunar að nauðsyn hafi borið til að lögfesta sérstakt ákvæði um umsáturseinelti, einkum með hliðsjón af 34. gr. Istanbúl-samningsins. Fagnar skrifstofan orðunum „eða með sambærilegum hætti“ í 1. gr. frumvarpsins enda verða þær aðferðir sem beitt er endurtekið, og eru til þess fallnar að valda öðrum hræðslu eða kvíða, seint tæmandi taldar og því nauðsynlegt að tryggja að þær falli undir ákvæðið.
Loks tekur MRSÍ undir orð greinargerðarinnar um að umsáturseinelti getur beinst að manni sem gerandinn er í tengslum við sem og að bláókunnugum, t.d. einstaklingum sem tengjast þeim lagður er í umsáturseinelti, eins og fjölskyldu, vinum eða samstarfsmönnum.
Umsögnina í heild má lesa hér.