Flýtilyklar
Umsögn MRSÍ um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum (kynferðisleg friðhelgi)
Efni: Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum (kynferðisleg friðhelgi), þskj. 296, 267. mál.
Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist framangreint frumvarp til umsagnar. Styður skrifstofan frumvarpið heils hugar og telur það fela í sér nauðsynlegar breytingar á ákvæðum almennra hegningarlaga svo sporna megi við starfrænu kynferðisofbeldi sem sífellt hefur aukist með tilkomu nýrrar tækni og samfélagsmiðla.
Tekur MRSÍ undir þau orð greinargerðar með frumvarpinu að gildandi löggjöf veiti kynferðislegri friðhelgi einstaklinga ekki fullnægjandi réttarvernd, sem birtist meðal annars í óskýrri dómaframkvæmd og neikvæðri upplifun þeirra sem átt hafa samskipti við réttarvörslukerfið vegna mála af þessum toga. Enn fremur tekur MRSÍ undir þau orð að skýr lagasetning um háttsemina væri til þess fallin að koma til móts við samfélagslega þörf fyrir skýrari réttarvernd friðhelgi einstaklinga, vegna ógnar sem skapast hefur með aukinni tæknivæðingu í mannlegum samskiptum.
Umsögnina í heild sinni má finna hér.