Flýtilyklar
Umsögn MRSÍ um frumvarp til breytingu á almennum hegningalögum (kynferðisbrot)
Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist ofangreint frumvarp til umsagnar og tekur heilshugar undir efni þess.
Í greinargerð með frumvarpinu er m.a. vísað til samnings Evrópuráðsins um forvarnir og varnir gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi (Istanbulsamningurinn). Í ákvæði 36. gr. samningsins sem tekur til nauðgunar, er mælt fyrir um að í refsilöggjöf um nauðgun skuli fyrst og fremst líta til þess hvort samþykki viðkomandi liggi fyrir en ekki hvaða verknaðaraðferðum var beitt. Endurspeglar ákvæðið niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í málinu M.C. gegn Búlgaríu, eins og vísað er til í greinargerðinni, en þar segir að löggjöf um nauðgun þar sem ofuráhersla eða höfuðáhersla er lögð á verknaðaraðferðir fremur en hvort samþykki brotaþola hafi legið fyrir, brjóti gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Er það því jafnt álit Mannréttindadómstólsins sem og útgangspunktur í Istanbulsamningnum að það sé ekki valdbeitingin heldur skortur á samþykki sem sýni fram á nauðgun.
Umsögnina í heild sinni má lesa hér.