Flýtilyklar
Umsögn MRSÍ um breytingu á lögum um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu)
Efni: Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar (skerðing á lífeyri vegna búsetu), þskj. 71, 71. mál.
Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist framangreint frumvarp til umsagnar. Styður skrifstofan frumvarpið hvað varðar að tryggja sama rétt til framfærslu og til þeirra sem búið hafa í landinu í 40 ár á aldrinum 16-67 ára, enda til þess fallið að jafna þann ójöfnuð sem hingað til hefur viðgengist. MRSÍ fær þó ekki skilið hvers vegna aðeins íslenskir ríkisborgarar skuli njóta þessa réttar. Til er í dæminu að hingað hafi flutt fólk og unnið hér um langt skeið, jafnvel áratugum saman án þess að sækja um íslenskan ríkisborgararétt. Eiga þessir einstaklingar þá ekki að njóta fullra lífeyrisgreiðslna á meðan aðrir sem búið hafa og unnið í landinu um jafnvel skemmri tíma en hafa fengið íslenskan ríkisborgararétt njóta þeirra? Þó staða beggja hópa sé sambærileg á allan hátt nema hvað varðar íslenskan ríkisborgararétt?