Flýtilyklar
Umsögn MRSÍ um áform dómsmálaráðuneytisins um lagasetningu til að koma á fót sjálfstæðri, innlendri mannréttindastofnun
Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ) fagnar áformum dómsmálaráðuneytis um lagasetningu til að koma á fót sjálfstæðri innlendri mannréttindastofnun til samræmis við ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 48/134 um innlendar mannréttindastofnanir (National Human Rights Institutions) og Parísarreglur þeirra um stöðu og verksvið slíkra stofnana. Eins og réttilega greinir í texta áformanna þá hefur íslenska ríkið fengið fjölmörg tilmæli frá alþjóðlegum nefndum og aðilum, sem starfa á grundvelli mannréttindasamninga og skuldbindinga, um að koma á stofn slíkri stofnun, til dæmis í tengslum við allsherjarúttekt Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttinda á Íslandi árið 2016.
Umsögnina í heild má lesa hér.