Flýtilyklar
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017–2021
Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnu og framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2017–2021.
MRSÍ fagnar tillögunni og telur, verði hún samþykkt og henni framfylgt, að stjórnvöld stígi með henni mikilvægt skref í átt að því að uppfylla þær skyldur sem ríkinu eru lagðar á herðar með samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur fullgilt. Samkvæmt samningnum er mismunun gagnvart fötluðum bönnuð á öllum sviðum samfélagsins og í tillögunni kemur fram að leggja skuli áherslu á mannréttindi og bann við mismunun á grundvelli fötlunar. Að mati MRSÍ færi þó betur á því að setja lög um bann við mismunun á grundvelli fötlunar á öllum sviðum samfélagsins.
Umsögnina í heild má lesa hér.