Umsögn MRSÍ um tillögu til þingsályktunar um ókeypis fræðslu og þjálfun til foreldra barna með ADHD

Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um tillögu til þingsályktunar um ókeypis fræðslu og þjálfun til foreldra barna með ADHD, þskj. 356, 344. mál.

Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) hefur borist framangreind tillaga til umsagnar. Styður skrifstofan tillöguna og telur fullvíst að í námskeiðunum felist mikil tækifæri til samfélagsbóta eins og segir í greinargerð með tillögunni. Enn fremur minnir skrifstofan á að samkvæmt Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna, sbr. lög nr. 19/2013, skal alltaf það haft að leiðarljósi sem er barni fyrir bestu. Aukin þekking foreldra, reynsla og skilningur á röskuninni sem börn þeirra búa við hlýtur alltaf að leiða til þess að auka færni þeirra við uppeldið og þar af leiðandi koma barninu til góða.

Hér má nálgast umsögnina í heild sinni.


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16