Flýtilyklar
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um innihald lögreglunáms á grunn- og framhaldsstigi
Með bréfi dags. 9. mars sl., var þess óskað, fyrir hönd starfshóps sem skipaður var til að fara yfir innihald lögreglunáms á grunn- og framhaldsstigi hér á landi, að Mannréttindaskrifstofa Íslands (MRSÍ), skilaði umsögn um innihald slíks náms.
MRSÍ hefur takmarkaða vitneskju um hvernig lögreglunámi er nú háttað en leggur áherslu á að í slíku námi, hvort sem er á grunn- eða framhaldsskólastigi, fari fram fræðsla um mannréttindi, og þá ekki aðeins mannréttindi sakborninga og grunaðra manna, heldur einnig mannréttindi brotaþola. Slík kennsla mætti t.d. taka til kynjajafnréttis og banns við mismunun á grundvelli kyns, kynþáttar, uppruna, aldurs, fötlunar, trúar- og lífsskoðana, kynhneigðar, kynvitundar og kyngervis.