Flýtilyklar
Umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp til laga um handtöku og afhendingu manna til og frá Íslandi vegna refsluverðra verknaða á grundvelli handtökuskipunar
Mannréttindaskrifstofa Íslands hefur ákveðið að taka framangreint frumvarp til umsagnar. Með
frumvarpinu er gerð tillaga um að sameina í einni löggjöf ákvæði laga nr. 12/2010, um handtöku og
afhendingu manna milli Norðurlandanna vegna refsiverðra verknaða (norræn handtökuskipun) og ný
lagaákvæði er leiða af skuldbindingum Íslands vegna evrópsku handtökuskipunarinnar, sbr. samning milli
Evrópusambandsins (ESB) og lýðveldisins Íslands og konungsríkisins Noregs um málsmeðferð við
afhendingu milli aðildarríkja Evrópusambandsins og Íslands og Noregs, sem undirritaður var 28. júní
2006.