Toshiki Toma, prestur innflytjenda, hefur sent alþingismönnum bréf þar sem hann skorar á þá að beita sér fyrir því að bein fjárframlög verði tryggð til Mannréttindastofu Íslands á fjárlögum 2006.

Sem prestur innflytjenda undanfarin 7 ár hef ég unnið náið með Mannréttindaskrifstofu Íslands (MRSÍ) og met ég mikils starfsemi hennar. Starfsemi skrifstofunnar varðar oft réttindamál okkar útlendinga og fólks af erlendum en skrifstofan hefur unnið þarft og gott starf til að vernda réttindi okkar og vinna gegn mismunun.

Starfsemi MRSÍ nær þó ekki aðeins til mannréttindamála hér innanlands heldur starfar skrifstofan einnig með öðrum mannréttindasamtökum á alþjóðlegum vettvangi. Alþjóðastarf skrifstofunnar er hluti framlags Íslendinga til alþjóðlegs mannréttindastarfs og ber virðingu íslensku þjóðarinnar fyrir lýðræði og mannréttindum raunverulegt vitni.

 Sú ákvörðun stjórnvalda að hætta beinum framlögum til skrifstofunnar árið 2004 hefur gert skrifstofunni afar erfitt um vik að sinna hlutverki sínu og hefur haft skaðleg áhrif á almenna þróun mannréttindaverndar hér á landi. Þetta harma ég því það er ekki aðeins Mannréttindaskrifstofa Íslands sem ber skaða af þessu breytta fyrirkomulagi heldur allir þegnar þjóðarinnar sem ekki geta treyst á að hér starfi öflug mannréttindastofnun sem vinnur að framgangi mannréttinda á heildstæðan hátt.

Ég skora því á ykkur hæstvirtir þingmenn, að þið beitið ykkur fyrir því að bein fjárframlög verði tryggð til Mannréttindaskrifstofu Íslands á fjárlögum 2006.“


Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands var stofnuð í Almannagjá á Þingvöllum hinn 17. júní 1994, á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins. Skrifstofan er óháð og vinnur að framgangi mannréttinda með því að stuðla að rannsóknum og fræðslu og efla umræðu um mannréttindi á Íslandi. 

Valmynd

Skráðu þig á póstlista MRSÍ

Skráðu þig og fáðu fréttir, upplýsingar um ný verkefni og fleira frá okkur.

Mannréttindaskrifstofa Íslands | Kt. 620794-2019

Túngata 14 | 101 Reykjavík | Sími 552 2720 | info[hjá]humanrights.is

Skrifstofan er opin frá 9-12 og 13-16